Sungu „Ég fann þig“ á meðan þeir björguðu brúðhjónum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 14:03 Tævönsku ferðamennirnir með karlakórnum Esju. mynd/karlakórinn esja Kórfélagar karlakórsins Esju komu erlendum ferðamönnum tvisvar til aðstoðar á fimm mínútum í morgun þar sem þeir voru á leið í æfingabúðir inn í Húsadal í Þórsmörk. „Þetta var á vegakaflanum á milli Hellu og Hvolsvallar og aðstæður voru ekkert sérstakar en við vorum á fjórum vel búnum trukkum. Síðan kallar einn trukkurinn „Mayday, Mayday!“, segir að það sé bíll farinn út af og hvort við eigum ekki að koma fólkinu í honum til aðstoðar. Þetta voru fjórir ferðamenn frá Tævan í einhvers konar „pre-wedding“-ferð, konan var meira að segja í brúðarkjól, en þau höfðu runnið svona allhressilega út af veginum,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins í samtali við Vísi. Með samstilltu átaki tókst kórnum að koma bílnum aftur upp á veg en að sögn Guðfinns var bíllinn alveg pikkfastur og ekki annað í stöðunni en að draga hann aftur upp á veg. Myndband af björguninni má sjá hér að neðan og auðvitað söng kórinn hástöfum á meðan og varð lagið Ég fann þig fyrir valinu.Posted by Björn Sighvatsson on Saturday, 13 February 2016„Þetta var auðvitað alveg yndislegt móment en það fyndna var að við vorum að búnir að keyra í svona fimm mínútur þegar við sáum annan bíl sem hafði farið út af. Þar var fólk frá Boston á ferðinni og það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að aðstoða þau líka og draga bílinn upp á veg,“ segir Guðfinnur. Aðspurður hvernig kórnum gekk síðan að komast inn í Þórsmörk segir hann að það hafi gengið vel enda séu trukkarnir vel útbúnir. Kórinn undirbýr nú væntanlega tónleika og eru æfingabúðirnar liður í undirbúningnum en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær tónleikarnir verða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira
Kórfélagar karlakórsins Esju komu erlendum ferðamönnum tvisvar til aðstoðar á fimm mínútum í morgun þar sem þeir voru á leið í æfingabúðir inn í Húsadal í Þórsmörk. „Þetta var á vegakaflanum á milli Hellu og Hvolsvallar og aðstæður voru ekkert sérstakar en við vorum á fjórum vel búnum trukkum. Síðan kallar einn trukkurinn „Mayday, Mayday!“, segir að það sé bíll farinn út af og hvort við eigum ekki að koma fólkinu í honum til aðstoðar. Þetta voru fjórir ferðamenn frá Tævan í einhvers konar „pre-wedding“-ferð, konan var meira að segja í brúðarkjól, en þau höfðu runnið svona allhressilega út af veginum,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins í samtali við Vísi. Með samstilltu átaki tókst kórnum að koma bílnum aftur upp á veg en að sögn Guðfinns var bíllinn alveg pikkfastur og ekki annað í stöðunni en að draga hann aftur upp á veg. Myndband af björguninni má sjá hér að neðan og auðvitað söng kórinn hástöfum á meðan og varð lagið Ég fann þig fyrir valinu.Posted by Björn Sighvatsson on Saturday, 13 February 2016„Þetta var auðvitað alveg yndislegt móment en það fyndna var að við vorum að búnir að keyra í svona fimm mínútur þegar við sáum annan bíl sem hafði farið út af. Þar var fólk frá Boston á ferðinni og það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að aðstoða þau líka og draga bílinn upp á veg,“ segir Guðfinnur. Aðspurður hvernig kórnum gekk síðan að komast inn í Þórsmörk segir hann að það hafi gengið vel enda séu trukkarnir vel útbúnir. Kórinn undirbýr nú væntanlega tónleika og eru æfingabúðirnar liður í undirbúningnum en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær tónleikarnir verða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira