Formannskjöri og landsfundi Samfylkingarinnar flýtt fram í júní Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 18:41 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“ Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“
Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13
Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59