Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:29 Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson
Alþingi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent