Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Vísir/vilhelm „Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum. Borgunarmálið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum.
Borgunarmálið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira