Breytast í hústökufólk um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 10:31 Samningur við styrkaraðila hátíðarinnar í ár var "undirritaður“ með því að smella merki hátíðarinnar á handlegg allra í formi tímabundsins húðflúrs. Vísir/KTD Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra. Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda skiptið um páskana og í nýju húsnæði. Það er viðeigandi að hátíðin í ár fer fram í skemmu sem allajafna er notuð undir rækjuvinnslu enda er Ísafjörður „mekka rækjunnar á Íslandi“ eins og kom fram í máli Kristjáns Freys Halldórssonar, kynningarstjóra hátíðarinnar, á blaðamannafundi á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Að neðan má sjá myndband með nýja húsnæðinu en undanfarin sjö ár hefur hátíðin farið fram í skemmu á Grænagarði en færir sig nú um set og verður nær miðbænum. „Það verður engin afsökun að koma á bíl núna,“ sagði Kristján en aðeins fimm mínútna gangur er í nýju skemmuna sem er við hliðina á Tjöruhúsinu. Meðal listamanna sem koma fram í ár eru Emilíana Torrini, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Glowie, Risaeðlan, Mamma hestur, Strigaskór 42 og Sykur. Þá er Laddi heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár og hlakkar, líkt og Emilía og fleiri, mikið til að koma vestur.Myndband af nýja húsnæðinu og Ísafirði má sjá að neðan. NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR! - DEILIÐ ÞESSU G...NÝ STÓRFRÉTT ÚR HERBÚÐUM ALDREI FÓR ÉG SUÐUR!- DEILIÐ ÞESSU GJARNAN ÁFRAM!Posted by Aldrei Fór Ég Suður on Monday, January 18, 2016 Örn Elías Guðmundsson, upphafsmaður hátíðarinnar sem betur er þekktur sem Mugison, sagði frábær að annað árið í röð fengju listamennirnir greitt fyrir að koma fram. Það væri mikið fagnaðarefni. Margt hefði breyst frá því hátíðinni var komið á fót. Þá var ein önnur árleg sambærileg tónlistarhátíð á Íslandi, Iceland Airwaves, en nú væru tímarnir breyttir. Kristján Freyr benti á að stærsta vandamálið væri að koma listamönnunum fyrir. Skaut Birna Jónsdóttir rokkstýra inn í að vandamálið væri líka hve fljótir gestir væru að bóka gistingu. „Gestirnir eru skipulagðari en við,“ sagði Birna og hló. Hafði Kristján Freyr orð á því að um lúxusvandamál væri að ræða og mjög gleðilegt hve margir kæmu vestur á hátíðina. „En ferlega slæmt fyrir okkur sem verðum að hústökufólki um páskana,“ sagði Kristján Freyr og uppskrar hlátur viðstaddra.
Airwaves Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. 5. febrúar 2016 10:54