Eftir 23 umferðir af 34 er Augsburg í þrettán sæti deildarinnar með 25 stig líkt og nýliðar Darmstad, en Alfreð og félagar eru fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Markið í gær var númer 101 í efstu deild hjá Alfreð á ferlinum og þá var hann að skora í efstu deild í sjöunda landinu. Með því jafnaði hann met Eiðs Smára Guðjohnsen. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Alfreð opnar markareikninginn í Þýskalandi:
Það sem gerir afrek Alfreðs enn merkilegra er að hann er búinn að skora í efstu deild í sjö löndum aðeins 27 ára gamall. Hann er tíu árum yngri en Eiður þegar hann skoraði í sjöunda landinu, Kína, í september á síðasta ári.
Eiður Smári hefur skorað í efstu deild fyrir Val á Íslandi, PSV Eindhoven í Hollandi, Chelsea og Tottenham á Englandi, Barcelona á Spáni, AEK í Grikklandi, Cercle og Club Brugge í Belgíu og Shijiazhuang Ever Bright í Kína.
Eiður Smári getur aftur á móti bætt áttunda landinu í sarpinn í mars þegar hann hefur leik með sínu nýja liði Molde í norsku úrvalsdeildinni.