Fótbolti

Ronaldo: Værum efstir ef allir spiluðu eins og ég

Cristiano horfir svekktur á klukkuna eftir að hafa klúðrað færi í dag.
Cristiano horfir svekktur á klukkuna eftir að hafa klúðrað færi í dag. Vísir/getty
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo var pirraður þegar hann sat fyrir spurningum blaðamanna eftir 0-1 tap liðsins gegn Atletico Madrid í gær en þetta var sjötti deildarleikurinn í röð milli þessara liða án sigurs hjá Real Madrid.

Antonie Griezmann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Atletico Madrid en eftir leikinn er Real Madrid níu stigum á eftir Barcelona en Börsungar eiga einnig leik til góða gegn Sevilla annað kvöld.

Ronaldo sem klúðraði tveimur góðum færum í leiknum varð ósáttur þegar blaðamenn fóru að spurja hann út í eigin frammistöðu og sagði það alls ekki vera vandamál liðsins.

„Það er ósanngjarnt að gagnrýna mig þegar ég er að spila með leikmönnum sem eru ekki að leggja sig jafn mikið fram og ég. Það er sagt að mér hafi farið aftur og þessvegna hafi liðið farið aftur. Ef allir eins og ég værum við efsta liðið í deildinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×