Vágestur á Íslandi Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun