Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 79-60 | Sjöundi sigurinn í röð hjá KR Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 25. febrúar 2016 22:00 Michael Craion var stiga- og frákastahæstur hjá KR í kvöld. vísir/anton KR vann öruggan 79-60 sigur á Grindavík í kvöld í sérkennilegum leik í DHL-höllinni en eftir að hafa verið tíu stigum undir að fyrsta leikhluta loknum hertu KR-ingar skrúfurnar í varnarleiknum og sigldu sigrinum heim. Grindvíkingar leiddu 25-15 eftir fyrsta leikhluta og nýttu það vel að KR-ingar voru að hitta illa á upphafsmínútunum en um leið og varnarleikur KR hrökk í gang tóku þeir öll völd í leiknum. KR-ingar náðu forskotinu í fyrsta sinn á upphafsmínútum þriðja leikhluta og slepptu forskotinu aldrei eftir það. Náðu KR-ingar þegar mest var 22 stiga forskoti í fjórða leikhluta en Grindavíkingum tókst að klóra í bakkann undir lokin. Grindvíkingar byrjuðu leikinn vel og náðu vel að halda aftur af KR-ingum sem einfaldlega gerðu út um leikinn í síðasta leik liðsins gegn Keflavík strax í fyrsta leikhluta. Grindavík náði fyrir vikið forskotinu strax í upphafi leiks og nýttu sér vel andleysi KR-inga. Varnarleikur liðsins var flatur og þriggja stiga skot liðsins rötuðu ekki niður. Á sama tíma gekk leikplan Grindvíkinga vel fyrir sig og leiddu gestirnir með tíu stigum að fyrsta leikhluta loknum 25-15. Gekk vel að halda aftur af skyttum KR-liðsins og var forystan verðskulduð. KR-ingar hertu skrúfurnar í varnarleiknum í öðrum leikhluta en náðu aldrei flugi í sóknarleiknum. Vandræði liðanna fyrir utan þriggja stiga línuna héldu áfram en liðin hittu ekki úr einni tilraun af ellefu í fyrri hálfleik. KR-ingum tókst þó að saxa á forskot Grindvíkinga eftir því sem leið á leikhlutann og jafnaði Helgi Már Magnússon metin skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 35-35. Fóru KR-ingar eflaust fegnari inn í hálfleikinn eftir afar daufan fyrri hálfleik. KR-ingar náðu forskotinu í fyrsta sinn í upphafi þriðja leikhluta og náði KR smátt og smátt að byggja upp forskotið eftir því sem leið á leikhlutann. Grindvíkingar áttu í miklum erfiðleikum í sóknarleiknum og KR-ingar gerðu einfaldlega nóg til þess að ná níu stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar gerðu út um leikinn á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar þeir náðu nítján stiga forskoti en Grindvíkingum tókst aldrei að ógna forskotinu eftir það og lauk leiknum með nítján stiga sigri KR. KR er því aðeins einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og getur tryggt sér titilinn gegn ÍR í Breiðholtinu eftir tvær vikur. Á sama tíma náði Snæfell að komast upp að hlið Grindavíkur í síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni með sigri á FSu í kvöld. Skotnýting liðanna var einfaldlega slök í kvöld en KR-ingar hittu aðeins úr 3/18 þriggja stiga skotum sínum í kvöld á meðan Grindavík hitti ekki úr einni tilraun af ellefu. Þá gekk liðunum illa á vítalínunni þar sem aðeins 50% vítaskota rötuðu ofan í hjá báðum liðum. Charles Garcia var stigahæstur í liði Grindavíkur í kvöld með 21 stig ásamt því að taka 14 fráköst en í liði KR var Michael Craion atkvæðamestur með 18 stig og 15 fráköst. Finnur Freyr: Þessi leikur fer seint í sögubækurnar„Það mátti búast við því að við myndum taka smá dýfu eftir bikarúrslitaleikinn og leik gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn en það er jákvætt að við tókum dýfuna og unnum samt leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, aðspurður út í kaflaskipta frammistöðu liðsins í dag. KR-ingar voru einfaldlega andlausir í fyrsta leikhluta en léku mun betur í vörninni það sem eftir lifði leiks og gerðu nóg í sóknarleiknum til þess að fagna sigri. „Við þurfum að reyna að halda einbeitingunni í næstu leikjum en við komum flatir inn í fyrsta leikhluta. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik og við náðum strax forskotinu sem við héldum allt til loka leiksins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við erum 25-15 undir eftir fyrsta leikhluta en náðum að loka vel á þá eftir það og þeir setja bara 35 stig næstu þrjá leikhlutana. Við fundum lausnir þrátt fyrir að eiga ekki okkar besta leik og kreistum út sigurinn.“ KR-ingar hittu aðeins úr 3 af 18 þriggja stiga skotum sínum í dag og aðeins 50% skotanna af vítalínunni. „Þú getur ekki alltaf átt frábæra daga og það er gott að klára leiki þegar þú ert ekki upp á þitt besta. Þetta er leikur sem fer seint í sögubækurnar og við munum ekki pæla mikið í þessum leik þegar tekur að líða á en sigur er sigur og við tökum þessum stigum fagnandi.“ Jóhann Þór: Vorum ekki í takt í seinni hálfleik„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við héldum út í 30. mínútur en þá ganga KR-ingar á lagið og við náðum ekki að svara því. Þar tapast leikurinn í dag,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, svekktur að leikslokum. Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með tíu stigum að loknum fyrsta leikhluta. Þá tókst liðinu að loka vel á lið KR í vörninni. „Við vorum flottir sóknarlega, boltinn var að ganga vel og vörnin var að standa sig ágætlega. KR-ingarnir voru að hitta illa en það er svekkjandi að hafa ekki nýtt okkur það betur.“ Liðin fóru jöfn inn í hálfleik eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum. „Þegar þeir stíga upp þá duttum við niður í stað þess að mæta þeim af hörku. Okkur tókst ekki að mæta þessari mótspyrnu en við vorum sáttir í hálfleik.“ Grindavík setti 25 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 35 stig seinustu þrjá leikhlutana. „Við spiluðum illa sóknarlega þessa þrjá leikhluta, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum ekki í takt og hittum ekki neitt. Á móti góðu liði eins og KR þurfa allir að eiga góðan leik og þú getur ekki klúðrað öllum þriggja stiga skotunum þínum og brennt af vítunum,“ sagði Jóhann. Ægir Þór: Vorum of seinir í upphafi leiks„Þetta var mjög skrautlegt. Það var einhver deyfð yfir okkur í byrjun og við fundum ekki taktinn í fyrri hálfleik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR, aðspurður út í kaflaskipta leik kvöldsins. „Við náðum að koma okkur upp úr holunni og jafna leikinn í öðrum leikhluta. Við fórum upp um gír í varnarleiknum og þá gengur sóknarleikurinn um leið betur.“ Ægir var ósáttur með það hvernig KR-ingar komu inn í leikinn eftir frábæra frammistöðu gegn Keflavík og Þór Þorlákshöfn á undanförnum dögum. „Það á ekki að vera neitt spennufall hjá okkur en óneitanlega vorum við eitthvað eftir á í upphafi. Þetta var mikilvægur leikur í baráttunni um að tryggja heimavallarrétt í úrslitakeppninni þetta má ekki endurtaka sig.“ Ægir tók undir að vörnin hefði skapað þennan sigur í kvöld. „Þegar við erum einbeittir og leggjum okkur fram í varnarleiknum er afar erfitt að eiga við okkur og það sást í seinni hálfleik. Það var ánægjulegt en við getum gert mun betur,“ sagði Ægir og bætti við: „Það er jákvætt að við vorum að fá nóg af opnum skotum. Þótt að þau hafi ekki dottið í dag þá er gott að fá þau og skotin munu detta seinna meir.“ Ægir var ekkert á því að KR-ingar myndu hvíla leikmenn fyrir úrslitakeppnina ef liðinu tækist að sigra ÍR í næstu umferð og tryggja sér efsta sætið í deildinni. „Við erum ekkert að fara að leyfa okkur að hvíla okkur í síðustu leikjunum. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina af krafti og við ætlum ekkert að hvíla neitt. Við tökum alla leiki jafn alvarlega og við viljum vinna þá alla.“Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
KR vann öruggan 79-60 sigur á Grindavík í kvöld í sérkennilegum leik í DHL-höllinni en eftir að hafa verið tíu stigum undir að fyrsta leikhluta loknum hertu KR-ingar skrúfurnar í varnarleiknum og sigldu sigrinum heim. Grindvíkingar leiddu 25-15 eftir fyrsta leikhluta og nýttu það vel að KR-ingar voru að hitta illa á upphafsmínútunum en um leið og varnarleikur KR hrökk í gang tóku þeir öll völd í leiknum. KR-ingar náðu forskotinu í fyrsta sinn á upphafsmínútum þriðja leikhluta og slepptu forskotinu aldrei eftir það. Náðu KR-ingar þegar mest var 22 stiga forskoti í fjórða leikhluta en Grindavíkingum tókst að klóra í bakkann undir lokin. Grindvíkingar byrjuðu leikinn vel og náðu vel að halda aftur af KR-ingum sem einfaldlega gerðu út um leikinn í síðasta leik liðsins gegn Keflavík strax í fyrsta leikhluta. Grindavík náði fyrir vikið forskotinu strax í upphafi leiks og nýttu sér vel andleysi KR-inga. Varnarleikur liðsins var flatur og þriggja stiga skot liðsins rötuðu ekki niður. Á sama tíma gekk leikplan Grindvíkinga vel fyrir sig og leiddu gestirnir með tíu stigum að fyrsta leikhluta loknum 25-15. Gekk vel að halda aftur af skyttum KR-liðsins og var forystan verðskulduð. KR-ingar hertu skrúfurnar í varnarleiknum í öðrum leikhluta en náðu aldrei flugi í sóknarleiknum. Vandræði liðanna fyrir utan þriggja stiga línuna héldu áfram en liðin hittu ekki úr einni tilraun af ellefu í fyrri hálfleik. KR-ingum tókst þó að saxa á forskot Grindvíkinga eftir því sem leið á leikhlutann og jafnaði Helgi Már Magnússon metin skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 35-35. Fóru KR-ingar eflaust fegnari inn í hálfleikinn eftir afar daufan fyrri hálfleik. KR-ingar náðu forskotinu í fyrsta sinn í upphafi þriðja leikhluta og náði KR smátt og smátt að byggja upp forskotið eftir því sem leið á leikhlutann. Grindvíkingar áttu í miklum erfiðleikum í sóknarleiknum og KR-ingar gerðu einfaldlega nóg til þess að ná níu stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar gerðu út um leikinn á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar þeir náðu nítján stiga forskoti en Grindvíkingum tókst aldrei að ógna forskotinu eftir það og lauk leiknum með nítján stiga sigri KR. KR er því aðeins einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og getur tryggt sér titilinn gegn ÍR í Breiðholtinu eftir tvær vikur. Á sama tíma náði Snæfell að komast upp að hlið Grindavíkur í síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni með sigri á FSu í kvöld. Skotnýting liðanna var einfaldlega slök í kvöld en KR-ingar hittu aðeins úr 3/18 þriggja stiga skotum sínum í kvöld á meðan Grindavík hitti ekki úr einni tilraun af ellefu. Þá gekk liðunum illa á vítalínunni þar sem aðeins 50% vítaskota rötuðu ofan í hjá báðum liðum. Charles Garcia var stigahæstur í liði Grindavíkur í kvöld með 21 stig ásamt því að taka 14 fráköst en í liði KR var Michael Craion atkvæðamestur með 18 stig og 15 fráköst. Finnur Freyr: Þessi leikur fer seint í sögubækurnar„Það mátti búast við því að við myndum taka smá dýfu eftir bikarúrslitaleikinn og leik gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn en það er jákvætt að við tókum dýfuna og unnum samt leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, aðspurður út í kaflaskipta frammistöðu liðsins í dag. KR-ingar voru einfaldlega andlausir í fyrsta leikhluta en léku mun betur í vörninni það sem eftir lifði leiks og gerðu nóg í sóknarleiknum til þess að fagna sigri. „Við þurfum að reyna að halda einbeitingunni í næstu leikjum en við komum flatir inn í fyrsta leikhluta. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik og við náðum strax forskotinu sem við héldum allt til loka leiksins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við erum 25-15 undir eftir fyrsta leikhluta en náðum að loka vel á þá eftir það og þeir setja bara 35 stig næstu þrjá leikhlutana. Við fundum lausnir þrátt fyrir að eiga ekki okkar besta leik og kreistum út sigurinn.“ KR-ingar hittu aðeins úr 3 af 18 þriggja stiga skotum sínum í dag og aðeins 50% skotanna af vítalínunni. „Þú getur ekki alltaf átt frábæra daga og það er gott að klára leiki þegar þú ert ekki upp á þitt besta. Þetta er leikur sem fer seint í sögubækurnar og við munum ekki pæla mikið í þessum leik þegar tekur að líða á en sigur er sigur og við tökum þessum stigum fagnandi.“ Jóhann Þór: Vorum ekki í takt í seinni hálfleik„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við héldum út í 30. mínútur en þá ganga KR-ingar á lagið og við náðum ekki að svara því. Þar tapast leikurinn í dag,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, svekktur að leikslokum. Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddi með tíu stigum að loknum fyrsta leikhluta. Þá tókst liðinu að loka vel á lið KR í vörninni. „Við vorum flottir sóknarlega, boltinn var að ganga vel og vörnin var að standa sig ágætlega. KR-ingarnir voru að hitta illa en það er svekkjandi að hafa ekki nýtt okkur það betur.“ Liðin fóru jöfn inn í hálfleik eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum. „Þegar þeir stíga upp þá duttum við niður í stað þess að mæta þeim af hörku. Okkur tókst ekki að mæta þessari mótspyrnu en við vorum sáttir í hálfleik.“ Grindavík setti 25 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 35 stig seinustu þrjá leikhlutana. „Við spiluðum illa sóknarlega þessa þrjá leikhluta, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum ekki í takt og hittum ekki neitt. Á móti góðu liði eins og KR þurfa allir að eiga góðan leik og þú getur ekki klúðrað öllum þriggja stiga skotunum þínum og brennt af vítunum,“ sagði Jóhann. Ægir Þór: Vorum of seinir í upphafi leiks„Þetta var mjög skrautlegt. Það var einhver deyfð yfir okkur í byrjun og við fundum ekki taktinn í fyrri hálfleik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR, aðspurður út í kaflaskipta leik kvöldsins. „Við náðum að koma okkur upp úr holunni og jafna leikinn í öðrum leikhluta. Við fórum upp um gír í varnarleiknum og þá gengur sóknarleikurinn um leið betur.“ Ægir var ósáttur með það hvernig KR-ingar komu inn í leikinn eftir frábæra frammistöðu gegn Keflavík og Þór Þorlákshöfn á undanförnum dögum. „Það á ekki að vera neitt spennufall hjá okkur en óneitanlega vorum við eitthvað eftir á í upphafi. Þetta var mikilvægur leikur í baráttunni um að tryggja heimavallarrétt í úrslitakeppninni þetta má ekki endurtaka sig.“ Ægir tók undir að vörnin hefði skapað þennan sigur í kvöld. „Þegar við erum einbeittir og leggjum okkur fram í varnarleiknum er afar erfitt að eiga við okkur og það sást í seinni hálfleik. Það var ánægjulegt en við getum gert mun betur,“ sagði Ægir og bætti við: „Það er jákvætt að við vorum að fá nóg af opnum skotum. Þótt að þau hafi ekki dottið í dag þá er gott að fá þau og skotin munu detta seinna meir.“ Ægir var ekkert á því að KR-ingar myndu hvíla leikmenn fyrir úrslitakeppnina ef liðinu tækist að sigra ÍR í næstu umferð og tryggja sér efsta sætið í deildinni. „Við erum ekkert að fara að leyfa okkur að hvíla okkur í síðustu leikjunum. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina af krafti og við ætlum ekkert að hvíla neitt. Við tökum alla leiki jafn alvarlega og við viljum vinna þá alla.“Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira