Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 71-73 | Risasigur Stjörnumanna Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 25. febrúar 2016 21:00 Logi er með 15,4 stig að meðaltali í leik í vetur. vísir/vilhelm Stjarnan vann frábæran sigur á Njarðvík, 73-71, í Domino´d deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni suður með sjó. Úrslit leiksins réðust undir lokin og var mikil spenna í höllinni Njarðvíkingar voru án Hauks Helga Pálssonar, sem var meiddur, og Loga Gunnarssonar sem var veikur í kvöld og því var byrjunarliðið heldur betur laskað. Njarðvíkingar voru samt sem áður virkilega ákveðnir á upphafsmínútum leiksins og höfðu yfirhöndina allan fyrsta leikhlutann. Staðan eftir tíu mínútna leik var 21-19. Njarðvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og voru þeir Maciej Baginski og Oddur Rúnar Kristjánsson að bera uppi sóknarleik liðsins. Á tímabili gekk akkúrat ekkert upp sóknarlega hjá Stjörnunni en liðið vann sig hægt og bítandi inn í leikinn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 39-34 fyrir Stjörnunni og var það mikið til Justin Shouse að þakka sem lék virkilega vel. Njarðvík skoraði þrettán fyrstu stigin í þriðja leikhlutanum og breyttu stöðunni í 47-39. Stjarnan skoraði ekki stig fyrstu sex og hálfa mínútu síðari hálfleiksins og byrjaði liðið með hreinum ólíkindum. Maciej hélt áfram að spila eins og kóngur og þegar þriðji leikhlutinn var búinn munaði tíu stigum á liðunum, 59-49. Þá hafði Maciej gert 26 stig. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir hefði engan áhuga á því að vinna þennan leik. Stjarnan gerði sex stig í röð í upphafi fjórða leikhlutans og munaði þá allt í einu bara fjórum stigum, 59-55. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina stóran hluta af honum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir munaði fimm stigum á liðunum, 66-61 og mikil spenna í höllinni. Þegar ein mínútu var eftir var staðan 68-68. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni yfir 70-68. Þá var komið að Maciej Baginski sem fór upp völlinn, setti niður skot og fékk víti að auki sem að setti niður. Njarðvík einu stig yfir og 13 sekúndur eftir. Þá fór Stjarnan í sókn og Al´lonzo Colemann náði að setja niður tvö stig og fékk einni víti að auki. Staðan þá orðinn 73-71 og sex sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík náði ekki að nýta síðustu sóknina og svo fór sem fór.Njarðvík-Stjarnan 71-73 (21-19, 13-20, 25-10, 12-24) Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 31/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 21/6 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 4/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 20/10 fráköst/7 stoðsendingar, Justin Shouse 19/10 fráköst/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 12/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0. Hrafn: Unnum þennan leik ekkert of verðskuldað„Já, við unnum þennan leik en ekkert endilega verðskuldað sko. Þetta féll með okkur undir lokin,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Njarðvíkingar komu frábærlega inn í leikinn og voru alveg búnir að vinna sér inn fyrir sigrinum. Ég verð samt að vera glaður með þessi tvö stig.“ Stjarnan gerði ekki stig í rúmlega sex mínútur í byrjun síðari hálfleiksins. „Þetta var skrítið. Við enduðum fyrri hálfleikinn vel og vorum að finna það sem virkaði en svo bara gekk ekkert hjá okkur á þessum tíma. Við þurfum svo sannarlega að skoða okkar leik eftir kvöldið í kvöld.“ Hrafn segist vera ósáttur með margt en ánægður með að vinna leikinn þrátt fyrir það. Friðrik: Ánægður með margt í okkar leikFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.Mynd/Vísir„Það hefði í sjálfu sér ekkert verið ósanngjarnt þannig lagað að fá tvö stig,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. „Því miður náðum við ekki að klára þetta nægilega vel, en ég var samt ánægður með varnarleikinn af stórum hluta í leiknum. Sóknarleikurinn var einnig oft á tíðum fínn.“ Friðrik segist taka fullt af jákvæðum hlutum með sér frá þessum leik. „Ég er með stráka í drengjaflokki sem eru mjög efnilegir og eru að koma upp núna, og alltaf meira og meira inn í meistaraflokkinn. En fyrst of fremst er ég ánægður með andann í liðinu og baráttuna.“ Haukur Helgi Pálsson var ekki með Njarðvíkingum í kvöld, hann var meiddur í baki. „Vonandi er þetta ekki alvarlegt, maður vonar það bara fyrir hans hönd og fyrir íslenskan körfubolta. Vonandi kemur hann snögglega til baka.“ Marvin: Við rændum þessu„Þetta var bara ljótur leikur af okkar hálfu en ég verð að gefa Njarðvíkingum rosalega mikið hrós eftir þennan leik,“ segir Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þeir áttu svo sannarlega skilið að vinna þennan leik, og þeir komu okkur bara hreinlega á óvart. Það vantaði tvo sterka menn í þeirra lið og við þurftum að gíra okkur upp í þennan leik vitandi það.“ Hann segir að Stjarnan hafði einfaldlega ekki mætt til leiks í upphafi síðari hálfleiksins. „Við vorum alveg týndir í byrjun hálfleiksins og þeir komast um tíu stigum yfir. Sem betur fer náum við að klóra í bakkann undir lokin og í raun bara ræna þessu.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur á Njarðvík, 73-71, í Domino´d deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni suður með sjó. Úrslit leiksins réðust undir lokin og var mikil spenna í höllinni Njarðvíkingar voru án Hauks Helga Pálssonar, sem var meiddur, og Loga Gunnarssonar sem var veikur í kvöld og því var byrjunarliðið heldur betur laskað. Njarðvíkingar voru samt sem áður virkilega ákveðnir á upphafsmínútum leiksins og höfðu yfirhöndina allan fyrsta leikhlutann. Staðan eftir tíu mínútna leik var 21-19. Njarðvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og voru þeir Maciej Baginski og Oddur Rúnar Kristjánsson að bera uppi sóknarleik liðsins. Á tímabili gekk akkúrat ekkert upp sóknarlega hjá Stjörnunni en liðið vann sig hægt og bítandi inn í leikinn. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 39-34 fyrir Stjörnunni og var það mikið til Justin Shouse að þakka sem lék virkilega vel. Njarðvík skoraði þrettán fyrstu stigin í þriðja leikhlutanum og breyttu stöðunni í 47-39. Stjarnan skoraði ekki stig fyrstu sex og hálfa mínútu síðari hálfleiksins og byrjaði liðið með hreinum ólíkindum. Maciej hélt áfram að spila eins og kóngur og þegar þriðji leikhlutinn var búinn munaði tíu stigum á liðunum, 59-49. Þá hafði Maciej gert 26 stig. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir hefði engan áhuga á því að vinna þennan leik. Stjarnan gerði sex stig í röð í upphafi fjórða leikhlutans og munaði þá allt í einu bara fjórum stigum, 59-55. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina stóran hluta af honum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir munaði fimm stigum á liðunum, 66-61 og mikil spenna í höllinni. Þegar ein mínútu var eftir var staðan 68-68. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni yfir 70-68. Þá var komið að Maciej Baginski sem fór upp völlinn, setti niður skot og fékk víti að auki sem að setti niður. Njarðvík einu stig yfir og 13 sekúndur eftir. Þá fór Stjarnan í sókn og Al´lonzo Colemann náði að setja niður tvö stig og fékk einni víti að auki. Staðan þá orðinn 73-71 og sex sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík náði ekki að nýta síðustu sóknina og svo fór sem fór.Njarðvík-Stjarnan 71-73 (21-19, 13-20, 25-10, 12-24) Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 31/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 21/6 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 4/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 20/10 fráköst/7 stoðsendingar, Justin Shouse 19/10 fráköst/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 12/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0. Hrafn: Unnum þennan leik ekkert of verðskuldað„Já, við unnum þennan leik en ekkert endilega verðskuldað sko. Þetta féll með okkur undir lokin,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Njarðvíkingar komu frábærlega inn í leikinn og voru alveg búnir að vinna sér inn fyrir sigrinum. Ég verð samt að vera glaður með þessi tvö stig.“ Stjarnan gerði ekki stig í rúmlega sex mínútur í byrjun síðari hálfleiksins. „Þetta var skrítið. Við enduðum fyrri hálfleikinn vel og vorum að finna það sem virkaði en svo bara gekk ekkert hjá okkur á þessum tíma. Við þurfum svo sannarlega að skoða okkar leik eftir kvöldið í kvöld.“ Hrafn segist vera ósáttur með margt en ánægður með að vinna leikinn þrátt fyrir það. Friðrik: Ánægður með margt í okkar leikFriðrik messar hér yfir sínum mönnum.Mynd/Vísir„Það hefði í sjálfu sér ekkert verið ósanngjarnt þannig lagað að fá tvö stig,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. „Því miður náðum við ekki að klára þetta nægilega vel, en ég var samt ánægður með varnarleikinn af stórum hluta í leiknum. Sóknarleikurinn var einnig oft á tíðum fínn.“ Friðrik segist taka fullt af jákvæðum hlutum með sér frá þessum leik. „Ég er með stráka í drengjaflokki sem eru mjög efnilegir og eru að koma upp núna, og alltaf meira og meira inn í meistaraflokkinn. En fyrst of fremst er ég ánægður með andann í liðinu og baráttuna.“ Haukur Helgi Pálsson var ekki með Njarðvíkingum í kvöld, hann var meiddur í baki. „Vonandi er þetta ekki alvarlegt, maður vonar það bara fyrir hans hönd og fyrir íslenskan körfubolta. Vonandi kemur hann snögglega til baka.“ Marvin: Við rændum þessu„Þetta var bara ljótur leikur af okkar hálfu en ég verð að gefa Njarðvíkingum rosalega mikið hrós eftir þennan leik,“ segir Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þeir áttu svo sannarlega skilið að vinna þennan leik, og þeir komu okkur bara hreinlega á óvart. Það vantaði tvo sterka menn í þeirra lið og við þurftum að gíra okkur upp í þennan leik vitandi það.“ Hann segir að Stjarnan hafði einfaldlega ekki mætt til leiks í upphafi síðari hálfleiksins. „Við vorum alveg týndir í byrjun hálfleiksins og þeir komast um tíu stigum yfir. Sem betur fer náum við að klóra í bakkann undir lokin og í raun bara ræna þessu.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira