Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 08:24 Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt. Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40
Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00
Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27
Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50
Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent