Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 12:46 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira