Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Tímalína kjaradeilunnar Sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdaginn í gær án árangurs. Deilan í álverinu í Straumsvík milli starfsmanna og samninganefndar ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku. Talsmaður starfsmanna álversins hefur sagt að hann telji hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar engin áform um það. Deilan í Straumsvík hefur verið töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því í nóvember síðastliðnum, en þá boðuðu starfsmenn til verkfalls þann 2. desember og átti að slökkva á álverinu. Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík tók þá ákvörðun þann 1. desember hins vegar að aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi í viðtali í Bítinu að staðan sem upp væri komin væri ótrúverðug. Ljóst væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur hugsanlegt að stjórnendur hygðust loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert til að ná sáttum við starfsfólk. Viðræður þróuðust hægt eftir að hætt var við verkfall. Þann 7. janúar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Starfsmenn höfnuðu tilboði samninganefndar ISAL um allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að átta prósent til viðbótar í bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur fundur hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu þann 17. febrúar ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hófst á miðnætti þann 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Í gærmorgun kom Rannveig Rist með hóp stjórnenda til að ganga í störf verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg til að flytja ál um borð í skip, sem byrjað var að lesta í gær. Verkfallsverðir stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá að ekki mætti ganga í störf þeirra sem væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær deilunni lýkur. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdaginn í gær án árangurs. Deilan í álverinu í Straumsvík milli starfsmanna og samninganefndar ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku. Talsmaður starfsmanna álversins hefur sagt að hann telji hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar engin áform um það. Deilan í Straumsvík hefur verið töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því í nóvember síðastliðnum, en þá boðuðu starfsmenn til verkfalls þann 2. desember og átti að slökkva á álverinu. Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík tók þá ákvörðun þann 1. desember hins vegar að aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi í viðtali í Bítinu að staðan sem upp væri komin væri ótrúverðug. Ljóst væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur hugsanlegt að stjórnendur hygðust loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert til að ná sáttum við starfsfólk. Viðræður þróuðust hægt eftir að hætt var við verkfall. Þann 7. janúar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Starfsmenn höfnuðu tilboði samninganefndar ISAL um allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að átta prósent til viðbótar í bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur fundur hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu þann 17. febrúar ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hófst á miðnætti þann 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Í gærmorgun kom Rannveig Rist með hóp stjórnenda til að ganga í störf verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg til að flytja ál um borð í skip, sem byrjað var að lesta í gær. Verkfallsverðir stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá að ekki mætti ganga í störf þeirra sem væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær deilunni lýkur.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira