Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson og Una Sighvatsdóttir skrifa 24. febrúar 2016 15:51 Sveinn Kristján Rúnarsson í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30