Herlaust land Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar