Dzeko fékk þá sendingu fyrir markið og var tæpum tveimur metrum frá markinu. Sendingin var ekki föst og markvörður Palermo var ekki í markinu svo flestir héldu að eftirleikurinn yrði auðveldur.
Annað kom hins vegar á daginn og þessi mikli markahrókur skaut framhjá með vinstri fæti. Algjörlega ótrúlegt klúður en myndbönd af því má sjá hér neðst í greininni.
Bosníumaðurinn var hins vegar staðráðinn í að bæta upp fyrir mistökin því nokkrum mínútum síðar kom hann Roma yfir með laglegu marki. Þá tók hann boltann á brjóstkassann og þrumaði boltanum í netið.
Hér að neðan má sjá klúður Dzeko sem og markið hans. Sjón er sögu ríkari!