Bubba leiðir en Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2016 00:19 Bubba hitar sig upp, en hann leiðir í Kaliforníu. vísir/getty Jordan Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Northern Trust mótinu sem fer nú fram í Kaliforníu. Spieth sem hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu spilaði hörmulega á fyrsta hringnum sem gerði útslagið. Spieth spilaði á 79 höggum á fyrsta degi Northern Trust og náði ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa spilað á 68 höggum á degi tvö. Eftir dag þrjú er Bubba Watson efstur með eins höggs forskot á þá Jason Kokrak, Chez reavie og Dustin Johnson sem allir eru í öðru til fjórða sæti. Bubba spilaði best af þeim öllum í dag eða á 67 höggum og leiðir því mótið, en lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag. Fleiri þekktir kylfingar eru ekki langt á eftir Bubba og félögum, en Rory Mcllroy og Adam Scott eru báðir á tíu undir pari og Justin Rose er á sjö undir pari í fjórtánda sæti. Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag, og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Keppni hefst klukkan 18.00, en Vísir mun birta úrslitafrétt hér á vefnum annað kvöld. Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Northern Trust mótinu sem fer nú fram í Kaliforníu. Spieth sem hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu spilaði hörmulega á fyrsta hringnum sem gerði útslagið. Spieth spilaði á 79 höggum á fyrsta degi Northern Trust og náði ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa spilað á 68 höggum á degi tvö. Eftir dag þrjú er Bubba Watson efstur með eins höggs forskot á þá Jason Kokrak, Chez reavie og Dustin Johnson sem allir eru í öðru til fjórða sæti. Bubba spilaði best af þeim öllum í dag eða á 67 höggum og leiðir því mótið, en lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag. Fleiri þekktir kylfingar eru ekki langt á eftir Bubba og félögum, en Rory Mcllroy og Adam Scott eru báðir á tíu undir pari og Justin Rose er á sjö undir pari í fjórtánda sæti. Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag, og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Keppni hefst klukkan 18.00, en Vísir mun birta úrslitafrétt hér á vefnum annað kvöld.
Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira