Sport

Hafdís fyrst í mark á persónulegu meti | Ari Bragi vann spennandi karlakeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafdís glaðlynd eftir hlaup.
Hafdís glaðlynd eftir hlaup. vísir/andri marinó
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, og Ari Bragi Kárason, FH, urðu hlutskörpust í 60 metra hlaupi innanhús, en Meistaramót Íslands innanh´sus fer fram um helgina í Laugardalshöll.

Hafdís hljóp á persónulegi meti, 7.55 sekúndum, en hún var ekki langt frá íslandsmetinu í greininni sem Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir á (7.50 sekúndur).

Hrafnhildur var einmitt helsti keppinautur Hafdísar, en hún kom mark á 7,72. Í karlaflokki var Ari Bragi Kárason, FH, fljótastur en hann hljóp á 6,97.

Næstur kom Kolbeinn Höður Gunnarsson, samherji hans úr FH á 7,02 sekúndum og í þriðja sæti Jóhann Björn Sigurbjörnsson rétt á eftir Kolbeini á 7,05 sekúndum.

Þorsteinn Ingvarsson stökk 13,76 metra í þrístökki karla og vann þrístökkið, en Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 4:59.66, en í karlaflokki var Bjarmar Örnuson, UFA, fljótastur. Hann hljóp á 4:10.47.

Í stangarstökki karla stökk Mark Johnson hæst, eða 4,72 metra. Næstur kom Tristan Freyr Jónsson sem stökk 4,62 metra og í þriðja sætinu Ingi Rúnar Kristinsson með stökk upp á 4,52 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×