Jenna Jensdóttir látin: "Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn“ Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 18:52 Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum. Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum.
Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15
Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00