Calderón: Real Madrid er stefnulaust og leiðtogalaust Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 16:38 Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira