Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 79-85 | Sjöundi sigur Hauka í röð Daníel Rúnarsson skrifar 7. mars 2016 21:30 Kári Jónsson, leikmaður Hauka. Vísir Haukar unnu í kvöld sinn sjöunda leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er þeir lögðu Njarðvík að velli 79-85. Með sigrinum jafna Haukar við Keflavík í 3-4. sæti deildarinnar með 28 stig. Njarðvíkingar sitja eftir í 7. sætinu með 22 stig. Njarðvíkingar komu haltrandi til leiks. Logi Gunnarsson verður ekki meira með á tímabilinu og Haukur Helgi Pálsson er einnig að glíma við meiðsli. Þar að auki héldu veikindi aðalþjálfara liðsins, Friðriki Inga Rúnarssyni, frá vellinum að þessu sinni. Teitur Örlygsson stýrði liðinu því einn af bekknum. Haukar komu hinsvegar með fullskipað lið og sjálfstraustið í botni eftir að hafa sigrað sex leiki í röð í deildinni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Gestirnir úr Hafnarfirði leiddu framan af fyrsta leikhluta en Njarðvíkinga söxuðu hægt og rólega á forystu þeirra. Liðin skiptust á að setja niður þriggja stiga skot en undir lok fyrsta leikhluta rann æði á Kristinn Marinósson, leikmann Hauka, sem setti þrjá þrista á skömmum tíma og bjó þar með til fimm stiga forystu gestanna, 24-29. Njarðvíkingar mættu hinsvegar aldrei til leiks í annan leikhluta, hvorki í sókn né vörn. Hjálmar Stefánsson skoraði fyrstu 10 stig gestanna gegn lítilli mótspyrnu Njarðvíkur. Þegar Hjálmar kólnaði tók Haukur Óskarsson við og þannig gekk það út leikhlutann. Allt gekk upp hjá Hafnfirðingum á meðan Njarðvíkingar gátu aðallega náð sér í stig af vítalínunni. Þegar flautað var til hálfleiks var forysta Hauka komin í 21 stig, 56-35. Skotnýting Hauka til mikillar fyrirmyndar, 60% úr tveggja stiga skotum og 50% úr þriggja stiga. Heimamenn byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti enda hefur þjálfari þeirra, Teitur Örlygsson líklega talað hraustlega yfir hausamótunum á þeim í hálfleiknum. En gestirnir svöruðu öllu því sem Njarðvíkingar hentu á þá og læstu vörninni þannig að Njarðvíkingar gátu ekki skorað í tæpar fjórar mínútur. Áhlaup heimamanna undir lok leikhlutans, er þeir skoruðu 10 stig í röð minnkaði þó muninn niður í 15 stig og skyndilega áttu ljónin líflínu fyrir lokaleikhlutann. Fjórði leikhluti einkenndist af baráttu upp á líf og dauða og minnti helst á leik í úrslitakeppninni. Haukar fengu ekki lengur opin skot og lítið skorað. Njarðvíkingar héldu áfram að saxa niður forystu Hauka og komust næst þeim í stöðunni 79-83. Nær komust þeir þó ekki, Brandon Mobley kláraði leikinn af vítalínunni og lokatölur 79-85. Sjöundi sigur Hauka í röð því staðreynd þó að það hafi staðið tæpt í lokin. Frábær annar leikhluti skóp sigurinn fyrir Hauka en lemstrað lið Njarðvíkur var ekki langt frá því að stela sigrinum undir lokin.Ívar: Við ættum að hræða öll hin liðin Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var að vonum sáttur við sjöunda sigur sinna manna í röð þrátt fyrir að það hafi staðið tæpt undir lokin. "Við spiluðum vel svona 70% af leiknum, slökuðum aðeins á í byrjun þriðja leikhluta en tókum okkur síðan taki og héldum þessu í 20 stigum. Þegar við förum síðan að skipta byrjunarliðinu út af þá hleypum við þeim inn í þetta. Það má gefa Njarðvík það að þeir gáfust ekki upp og komu sterkir inn í fjórða leikhluta." En er það ekki áhyggjuefni að gegn þunnskipuðu liði Njarðvíkur sé breiddin ekki betri hjá Haukum? "Við erum með fína breidd. Erum með Kristinn Jónasson og Guðna á bekknum, spilum á átta mönnum í dag. En Kiddi og Guðni eru stórir og henta illa á móti litlu Njarðvíkurliði. Breiddin er fín en hentar kannski ekki gegn minni liðum. Þeir nýtast hinsvegar þegar við spilum við stærri lið." Sjö sigrar í röð, er Ívar ekkert hræddur um að liðið sé að toppa of snemma? "Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Við ætlum að koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina. Ætlum að fara þangað með átta sigra í röð og ég held að það eigi að hræða öll hin liðin."Teitur: Þeir bara svínhittu skotunum Teitur Örlygsson þjálfari Njarðvíkur var þrátt fyrir allt nokkuð sáttur í leiks lok. "Haukarnir héldu áfram eins og í síðustu leikjum og við vorum bara ekki tilbúnir að taka á móti því í byrjun. Þeir svínhittu í fyrri hálfleik og náðu strax tvegja stafa forystu. Þeir spiluðu bara frábærlega. En við vissum alveg að við gætum mikið betur og töluðum um það í hálfleik að sigur eða tap í dag myndi ekki breyta okkar stöðu í deildinni. Við vildum því bara spila pressulausir og njóta þess. Láta þetta ekki líta út eins og okkur væri alveg sama. Við vildum fá eitthvað út úr leiknum sem við getum nýtt í næstu leikjum og við gerðum það. Ég var mjög ánægður með ungu strákana. Adam og Jón Arnór voru flottir og menn gleyma því stundum að Maciej er bara 20 ára og hann var frábær." Njarðvíkingar glíma við mikil meiðslavandræði og saknaði Hauks Helga í kvöld. "Við söknum auðvitað Hauks sem er kannski besti leikmaður deildarinnar en það er ánægjulegt að hann verður með okkur í næsta leik. Það vantar ekkert mikið uppá að við séum að vinna bestu liðin í deildinni. Við klárum næsta leik og förum svo mjög grimmir inn í úrslitakeppnina. Ég veit að það eru ekkert margir ef nokkur þjálfari sem vill mæta okkur í fyrstu umferðinni."Jeremy: Finn mér bara hlutverk ef Bonneau spilar Jeremy Atkinson var líkt og Teitur þjálfari sinn nokkuð sáttur með seinni helming leiksins eftir erfiða byrjun. "Þeir hittu úr skotunum sínum og við fengum villur snemma sem rugluðu okkar leik aðeins. En ungu strákarnir stigu upp í seinni hálfleik, strákar sem eru ekki vanir að fá mikinn spiltíma höndluðu það vel að spila meira og það var gaman að sjá. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum fara heim eftir leik og geta sagt við okkur sjálfa að við hefðum að minnsta kosti barist og það tókst." Mikið hefur verið rætt um endurkomu Stefan Bonneau, eins albesta leikmanns síðasta árs, sem glímt hefur við meiðsli allt þetta tímabil. Hvað finnst Jeremy um að fá Bonneau inn í liðið, óttast hann að missa sitt hlutverk? "Þetta er bara ákvörðun sem þjálfararnir þurfa að taka. Þessvegna fá þeir mest borgað, til að taka þessar ákvarðanir. Það er bara hægt að spila öðrum okkar í einu, það er ljóst. Ég man svo sannarlega eftir Bonneau frá því í fyrra og hann kann að spila. Við háðum nokkra bardaga í fyrra og á endanum sendi hann okkur í Stjörnunni út úr úrslitakeppninni. Hann er hættulegur, við vitum það öll. Ég reyni bara að koma mér að þar sem ég get. Ég vil ekki vera eigingjarn, ég er liðsmaður og vil bara finna mitt hlutverk. Kannski verður þetta eins og hjá Tindastól og við skiptum mínútunum. Ég veit það ekki. Ég veit að Bonneau getur skorað en það þarf að taka fráköst líka og þar er ég, stríðsmaðurinn, klár ef kallið kemur. Það er það sem ég geri, skítverkin, og ég er klár í það.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Haukar unnu í kvöld sinn sjöunda leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er þeir lögðu Njarðvík að velli 79-85. Með sigrinum jafna Haukar við Keflavík í 3-4. sæti deildarinnar með 28 stig. Njarðvíkingar sitja eftir í 7. sætinu með 22 stig. Njarðvíkingar komu haltrandi til leiks. Logi Gunnarsson verður ekki meira með á tímabilinu og Haukur Helgi Pálsson er einnig að glíma við meiðsli. Þar að auki héldu veikindi aðalþjálfara liðsins, Friðriki Inga Rúnarssyni, frá vellinum að þessu sinni. Teitur Örlygsson stýrði liðinu því einn af bekknum. Haukar komu hinsvegar með fullskipað lið og sjálfstraustið í botni eftir að hafa sigrað sex leiki í röð í deildinni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Gestirnir úr Hafnarfirði leiddu framan af fyrsta leikhluta en Njarðvíkinga söxuðu hægt og rólega á forystu þeirra. Liðin skiptust á að setja niður þriggja stiga skot en undir lok fyrsta leikhluta rann æði á Kristinn Marinósson, leikmann Hauka, sem setti þrjá þrista á skömmum tíma og bjó þar með til fimm stiga forystu gestanna, 24-29. Njarðvíkingar mættu hinsvegar aldrei til leiks í annan leikhluta, hvorki í sókn né vörn. Hjálmar Stefánsson skoraði fyrstu 10 stig gestanna gegn lítilli mótspyrnu Njarðvíkur. Þegar Hjálmar kólnaði tók Haukur Óskarsson við og þannig gekk það út leikhlutann. Allt gekk upp hjá Hafnfirðingum á meðan Njarðvíkingar gátu aðallega náð sér í stig af vítalínunni. Þegar flautað var til hálfleiks var forysta Hauka komin í 21 stig, 56-35. Skotnýting Hauka til mikillar fyrirmyndar, 60% úr tveggja stiga skotum og 50% úr þriggja stiga. Heimamenn byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti enda hefur þjálfari þeirra, Teitur Örlygsson líklega talað hraustlega yfir hausamótunum á þeim í hálfleiknum. En gestirnir svöruðu öllu því sem Njarðvíkingar hentu á þá og læstu vörninni þannig að Njarðvíkingar gátu ekki skorað í tæpar fjórar mínútur. Áhlaup heimamanna undir lok leikhlutans, er þeir skoruðu 10 stig í röð minnkaði þó muninn niður í 15 stig og skyndilega áttu ljónin líflínu fyrir lokaleikhlutann. Fjórði leikhluti einkenndist af baráttu upp á líf og dauða og minnti helst á leik í úrslitakeppninni. Haukar fengu ekki lengur opin skot og lítið skorað. Njarðvíkingar héldu áfram að saxa niður forystu Hauka og komust næst þeim í stöðunni 79-83. Nær komust þeir þó ekki, Brandon Mobley kláraði leikinn af vítalínunni og lokatölur 79-85. Sjöundi sigur Hauka í röð því staðreynd þó að það hafi staðið tæpt í lokin. Frábær annar leikhluti skóp sigurinn fyrir Hauka en lemstrað lið Njarðvíkur var ekki langt frá því að stela sigrinum undir lokin.Ívar: Við ættum að hræða öll hin liðin Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var að vonum sáttur við sjöunda sigur sinna manna í röð þrátt fyrir að það hafi staðið tæpt undir lokin. "Við spiluðum vel svona 70% af leiknum, slökuðum aðeins á í byrjun þriðja leikhluta en tókum okkur síðan taki og héldum þessu í 20 stigum. Þegar við förum síðan að skipta byrjunarliðinu út af þá hleypum við þeim inn í þetta. Það má gefa Njarðvík það að þeir gáfust ekki upp og komu sterkir inn í fjórða leikhluta." En er það ekki áhyggjuefni að gegn þunnskipuðu liði Njarðvíkur sé breiddin ekki betri hjá Haukum? "Við erum með fína breidd. Erum með Kristinn Jónasson og Guðna á bekknum, spilum á átta mönnum í dag. En Kiddi og Guðni eru stórir og henta illa á móti litlu Njarðvíkurliði. Breiddin er fín en hentar kannski ekki gegn minni liðum. Þeir nýtast hinsvegar þegar við spilum við stærri lið." Sjö sigrar í röð, er Ívar ekkert hræddur um að liðið sé að toppa of snemma? "Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Við ætlum að koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina. Ætlum að fara þangað með átta sigra í röð og ég held að það eigi að hræða öll hin liðin."Teitur: Þeir bara svínhittu skotunum Teitur Örlygsson þjálfari Njarðvíkur var þrátt fyrir allt nokkuð sáttur í leiks lok. "Haukarnir héldu áfram eins og í síðustu leikjum og við vorum bara ekki tilbúnir að taka á móti því í byrjun. Þeir svínhittu í fyrri hálfleik og náðu strax tvegja stafa forystu. Þeir spiluðu bara frábærlega. En við vissum alveg að við gætum mikið betur og töluðum um það í hálfleik að sigur eða tap í dag myndi ekki breyta okkar stöðu í deildinni. Við vildum því bara spila pressulausir og njóta þess. Láta þetta ekki líta út eins og okkur væri alveg sama. Við vildum fá eitthvað út úr leiknum sem við getum nýtt í næstu leikjum og við gerðum það. Ég var mjög ánægður með ungu strákana. Adam og Jón Arnór voru flottir og menn gleyma því stundum að Maciej er bara 20 ára og hann var frábær." Njarðvíkingar glíma við mikil meiðslavandræði og saknaði Hauks Helga í kvöld. "Við söknum auðvitað Hauks sem er kannski besti leikmaður deildarinnar en það er ánægjulegt að hann verður með okkur í næsta leik. Það vantar ekkert mikið uppá að við séum að vinna bestu liðin í deildinni. Við klárum næsta leik og förum svo mjög grimmir inn í úrslitakeppnina. Ég veit að það eru ekkert margir ef nokkur þjálfari sem vill mæta okkur í fyrstu umferðinni."Jeremy: Finn mér bara hlutverk ef Bonneau spilar Jeremy Atkinson var líkt og Teitur þjálfari sinn nokkuð sáttur með seinni helming leiksins eftir erfiða byrjun. "Þeir hittu úr skotunum sínum og við fengum villur snemma sem rugluðu okkar leik aðeins. En ungu strákarnir stigu upp í seinni hálfleik, strákar sem eru ekki vanir að fá mikinn spiltíma höndluðu það vel að spila meira og það var gaman að sjá. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum fara heim eftir leik og geta sagt við okkur sjálfa að við hefðum að minnsta kosti barist og það tókst." Mikið hefur verið rætt um endurkomu Stefan Bonneau, eins albesta leikmanns síðasta árs, sem glímt hefur við meiðsli allt þetta tímabil. Hvað finnst Jeremy um að fá Bonneau inn í liðið, óttast hann að missa sitt hlutverk? "Þetta er bara ákvörðun sem þjálfararnir þurfa að taka. Þessvegna fá þeir mest borgað, til að taka þessar ákvarðanir. Það er bara hægt að spila öðrum okkar í einu, það er ljóst. Ég man svo sannarlega eftir Bonneau frá því í fyrra og hann kann að spila. Við háðum nokkra bardaga í fyrra og á endanum sendi hann okkur í Stjörnunni út úr úrslitakeppninni. Hann er hættulegur, við vitum það öll. Ég reyni bara að koma mér að þar sem ég get. Ég vil ekki vera eigingjarn, ég er liðsmaður og vil bara finna mitt hlutverk. Kannski verður þetta eins og hjá Tindastól og við skiptum mínútunum. Ég veit það ekki. Ég veit að Bonneau getur skorað en það þarf að taka fráköst líka og þar er ég, stríðsmaðurinn, klár ef kallið kemur. Það er það sem ég geri, skítverkin, og ég er klár í það.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira