Borussia Dortmund missti af tækifærinu til að minnka forskot Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar niður í tvö stig þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Signal Iduna Park í kvöld.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Bayern fer eflaust sáttari á koddann í kvöld en kollegi hans hjá Dortmund, Toni Tuchel, en jafnteflið þýðir að meistararnir eru áfram með fimm stiga forskot á Dortmund.
Bayern hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum en Dortmund var búið að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn í kvöld.
Markalaust í þýska toppslagnum

Tengdar fréttir

Alfreð átti þátt í tveimur mörkum þegar Augsburg og Leverkusen skildu jöfn
Alfreð Finnbogason átti þátt í tveimur mörkum þegar Augsburg og Bayer Leverkusen gerðu 3-3 jafntefli.