Logi handleggsbrotinn og tímabilið í hættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2016 10:53 Logi í leik með Njarðvík. Vísir Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30