Við eigum bara einn líkama 4. mars 2016 15:00 Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir Vísir/Vilhelm Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, einkaþjálfari og snyrtifræðingur, hugsar vel um heilsuna og hollt mataræði skiptir hana miklu. Hún veitir hér smá innsýn inn í eigið matarplan og gefur auk þess girnilega uppskrift. Aðalheiður útskrifaðist sem snyrtifræðingur 2008. Hún hefur æft frá því hún man eftir sér og unnið marga titla í bikiní-fitness. Heilsa, matur og líkamsrækt eru hennar aðaláhugamál. Hún útskrifaðist sem einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla World Class árið 2010 og hefur starfað á stöðinni í Laugum síðan þá. „Heilsan, heilbrigður lífsstíll og hollt mataræði skiptir mig mjög miklu máli. Ég hugsa vel um það hvað ég set ofan í mig og eins og flestir ættu að vita þá skiptir mataræðið um 80 prósent máli í heilbrigðum lífsstíl. Við eigum bara einn líkama og ættum alltaf að hugsa vel um hvað við borðum. Ég legg jafn mikla áherslu á mataræði og æfingar fyrir mína viðskiptavini, geri fyrir þá matar- og æfingaplön og legg áherslu á að hafa hvort tveggja fjölbreytt og skemmtilegt.“Matarplan Aðalheiðar þessa vikunaMorgunmatur: Hafragrautur með hampfræjum, chia-fræjum, rúsínum og kanil.Millimál: Próteinsjeik + bananiHádegismatur: Oftast holli og góði maturinn í Laugar Café eða salatbarinn, passa að fá prótein, holl kolvetni og holla fitu.Millimál: Avókadó-próteinbooztKvöldmatur: Fiskur 1-3x í viku, þá yfirleitt lax eða bleikja, það er mitt uppáhald, eða kjúklingur og oftast sætar kartöflur og salat með.Kvöldnasl: Æðið mitt núna er að frysta skyr.is án viðbætts sykurs í smá stund þá verður það eins og ís. Ég fæ mér alltaf eitthvað próteinríkt fyrir svefninn.Avocado boozt eða búðingur 1 skeið vanilluprótein eða 1 lítil dós vanilluskyr ½ avocado 1 epli, ég nota græn ½ sítróna eða sítrónusafi vatn og klaki (ef þið viljið búðing þá notið þið minna vatn) Heilsa Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, einkaþjálfari og snyrtifræðingur, hugsar vel um heilsuna og hollt mataræði skiptir hana miklu. Hún veitir hér smá innsýn inn í eigið matarplan og gefur auk þess girnilega uppskrift. Aðalheiður útskrifaðist sem snyrtifræðingur 2008. Hún hefur æft frá því hún man eftir sér og unnið marga titla í bikiní-fitness. Heilsa, matur og líkamsrækt eru hennar aðaláhugamál. Hún útskrifaðist sem einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla World Class árið 2010 og hefur starfað á stöðinni í Laugum síðan þá. „Heilsan, heilbrigður lífsstíll og hollt mataræði skiptir mig mjög miklu máli. Ég hugsa vel um það hvað ég set ofan í mig og eins og flestir ættu að vita þá skiptir mataræðið um 80 prósent máli í heilbrigðum lífsstíl. Við eigum bara einn líkama og ættum alltaf að hugsa vel um hvað við borðum. Ég legg jafn mikla áherslu á mataræði og æfingar fyrir mína viðskiptavini, geri fyrir þá matar- og æfingaplön og legg áherslu á að hafa hvort tveggja fjölbreytt og skemmtilegt.“Matarplan Aðalheiðar þessa vikunaMorgunmatur: Hafragrautur með hampfræjum, chia-fræjum, rúsínum og kanil.Millimál: Próteinsjeik + bananiHádegismatur: Oftast holli og góði maturinn í Laugar Café eða salatbarinn, passa að fá prótein, holl kolvetni og holla fitu.Millimál: Avókadó-próteinbooztKvöldmatur: Fiskur 1-3x í viku, þá yfirleitt lax eða bleikja, það er mitt uppáhald, eða kjúklingur og oftast sætar kartöflur og salat með.Kvöldnasl: Æðið mitt núna er að frysta skyr.is án viðbætts sykurs í smá stund þá verður það eins og ís. Ég fæ mér alltaf eitthvað próteinríkt fyrir svefninn.Avocado boozt eða búðingur 1 skeið vanilluprótein eða 1 lítil dós vanilluskyr ½ avocado 1 epli, ég nota græn ½ sítróna eða sítrónusafi vatn og klaki (ef þið viljið búðing þá notið þið minna vatn)
Heilsa Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira