Aron Sigurðarson hélt í morgun utan til Noregs en það styttist í að keppnistímabilið hefjist þar. Aron samdi nú fyrr í vetur við Tromsö sem mætir einmitt Noregsmeisturum Molde í fyrstu umferðinni þann 13. mars.
Eiður Smári Guðjohnsen gekk til liðs við Molde á dögunum og neitar Aron því ekki í samtali við Arnar Björnsson að það væri gaman að fá að taka aðeins á honum.
Sjá einnig: Aron fór á kostum í fyrsta leik með Tromsö
„Það væri veisla að vinna hann. Ég fékk að spila með honum í landsliðinu um daginn og það væri gaman að mæta honum. Það væri ekki leiðinlegt að lenda í einhverju samstuði við hann,“ sagði Aron og brosti en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Aron hefur slegið í gegn með Fjölni í Pepsi-deildinni og skorað mörg stórbrotin mörk, líkt og hann sýndi þegar hann skoraði glæsilegt mark gegn Bandaríkjunum í hans fyrsta landsleik.
Sjá einnig: Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn
En Aron veit að til þess að ná lengra og spila í stærstu deildum Evrópu þarf hann að bæta sig.
„Ég þarf að bæta stöðugleikann. Ég þarf að vera góður í hverjum einasta leik. Ekki bara öðrum hverjum leik eða þriðja hverjum. Ég þarf að skora fleiri mörk og leggja fleiri upp,“ sagði Aron.
Aron: Væri veisla að vinna Eið Smára
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti