Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 21:45 Al'lonzo Coleman, miðherji Stjörnunnar. vísir/vilhelm Höttur er ásamt FSu fallið úr Domino's-deild karla en það varð ljóst eftir úrslit kvöldsins. ÍR vann öruggan sigur á Snæfelli en nýliðarnir töpuðu bæði sínum leikjum. Báðir eru með sex stig, ÍR með tólf og aðeins fjögur eftir í pottinum fyrir hvert lið. Hattarmenn voru í heimsókn hjá Stjörnunni í Garðabænum í kvöld og áttu aldrei möguleika. Höttur skoraði fyrstu stig leiksins en Stjarnan skoraði næstu tíu stig og leit aldrei um öxl. Munurinn varð mestur nítján stig í öðrum leikhluta en Hattarmenn vöknuðu þá til lífsins og leyfðu Stjörnumönnum ekki að stinga af í síðari hálfleik. Baráttan og dugnaðurinn var til staðar hjá Hetti í síðari hálfleik en skotmenn liðsins komust aldrei almennilega í gang. Tobin Carberry, hinn öflugi Bandaríkjamaður Hattar, var í strangri gæslu framan af leik og leið sóknarleikur Hattar fyrir það framan af. Al'lonzo Coleman, miðherji Stjörnunnar, hafði hægt um sig en hann lenti í villuvandræðum og skoraði níu af tíu stigum sínum í fyrsta leikhluta. Stigaskor dreifðist að öðru leyti vel á milli Stjörnumanna sem eru, ásamt Keflavík, í öðru sæti deildarinnar með 28 stig. Fyrstu fimmtán mínúturnar hjá Hetti voru það slæmar í kvöld að liðið átti aldrei möguleika. Höttur nýtti fjögur af átján skotum sínum í fyrsta leikhluta og ef fyrsta sóknin er talin frá skoraði eingöngu Tobin Carberry úr opnu spili. Stjörnumenn náðu hins vegar að loka vel á Carberry í flestum sóknaraðgerðum sínum framan af og var það nóg til að taka allan takt úr sóknarleik gestanna. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, þurfti að hraustlega til máls í sínum leikhléum til að reyna að vekja sína menn til lífsins. Það gekk upp að því marki að Hattarmenn leyfðu Stjörnumönnum ekki að keyra yfir sig í síðari hálfleik, en án þess þó að forystu heimamanna var ógnað að verulegu ráði. Stjarnan var með um 68 prósenta nýtingu í 2ja stiga skotunum sínum og nýtingin í „málningunni“ var enn betri. Liðið hefur þó skotið oft betur að utan og þá tapaði liðið nítján boltum sem er í takt við það sem Stjarnan hefur verið að gera í allan vetur. Ekkert lið hefur tapað fleiri boltum en Garðbæingar sem getur ekki verið gott veganesti fyrir lið sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Í fjarveru Coleman, auk þess sem Marvin Valdimarsson spilaði ekki í kvöld vegna meiðsla, fengu aðrir leikmenn í liði Stjörnunnar stærra hlutverk og nýttu það ágætlega. Liðsheildin var góð hjá Garðbæingum, sem og varnarleikurinn, en þeir munu vissulega fá erfiðara verkefni á vormánuðum en þeir fengu í kvöld. Þó svo að örlög Hattarmanna hafi formlega ráðist í kvöld er löngu ljóst í hvað stefndi. Liðið hefur þó minnt á sig í síðustu umferðum en það var aldrei líklegt til afreka í þessum leik.Viðar: Svo kemur þú með kjaftshögg á hina hliðina Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“Pétur Már: Of margir tapaðir boltar Pétur Már Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var ánægður með leik sinna manna í kvöld en sagði að það þyrfti að bæta ýmislegt áður en úrslitakeppnin hefst. „Við lögðum upp með að stöðva Carberry og Mirko og það plan gekk nokkuð vel upp. Carberry er þunginn í öllum þeirra aðgerðum og okkur gekk ágætlega að mæta því í kvöld,“ sagði aðstoðarþjálfarinn en bætir við að hans menn geta gert betur í sínum sóknarleik. „Við erum með meira en 70 prósent nýtingu í teignum en aðeins 28 prósent utan þriggja stiga línunnar og tapa nítján boltum. Maður hefur mestar áhyggjur af því og við þurfum að bæta það fyrir úrslitakeppninni.“ Hann segir að þjálfarnir séu að vinna í því að bæta þennan þátt en minnir á að Stjarnan hafi unnið KR í upphafi árs þrátt fyrir 27 tapaða bolta í þeim leik. „Það gerir okkur lífið erfiðara og við erum að reyna að finna leiðir til að láta boltann flæða betur. Við ætlum að leggja harðar að okkur til að ná því.“ Hann segir að það sé mikilvægt að hafa betur en Keflavík í baráttunni um 2. sæti deildarinnar en þessi lið mætast einmitt í lokaumferð deildarkeppninnar. „Það skiptir miklu máli að fara inn í úrslitakeppnina eftir nokkra sigra í röð. Heimavallarrétturinn skiptir svo gríðarlegu miklu máli, ekki síst ef við höldum honum inn í undanúrslitum. Það gæti vegið mjög þungt.“Justin: Góðir hlutir að gerast Justin Shouse segir að það sé ýmislegt til staðar hjá Stjörnunni og að liðið geti náð góðum árangri í úrslitakeppninni. Stjarnan vann nokkuð þægilegan sigur á Hetti í kvöld. „Við vildum gefa tóninn fyrir úrslitakeppnina. Við fengum hörkuleik gegn Hetti á Egilsstöðum og þeir mæta af krafti í hvern leik og berjast til enda,“ sagði Justin og hrósaði sínum mönnum. „Við náðum mörgum mönnum í gang. Arnþór var frábær í fyrri hálfleik og Tómas Heiðar líka. Það var margt gott við okkar leik og ýmislegt sem við getum byggt á.“ Hann segir að Tobin Carberry sé frábær leikmaður en eftir að Tómas Heiðar lenti í villuvandræðum fékk Justin stærra hlutverk í að gæta hans. „Loksins fékk ég tækifæri til að verjast einhverjum. Tómas Heiðar er svo góður að ég er venjulega í hjálparvörninni. Ég vildi nýta þetta tækifæri og koma mér í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það gekk vel en ég fékk líka góða hjálp.“ Al'lonzo Coleman lenti í villuvandræðum og spilaði lítið í kvöld. Justin vonast til að hann komi inn af meiri þunga í næstu verkefni. „Það var gott að aðrir leikmenn fengu fleiri mínútur í hans fjarveru. Við viljum auðvitað hafa hann með. Hann er frábær í að búa til færi fyrir okkur. Hann er einn besti stóri sendingamaður sem ég hef spilað með.“ „Það má líta á þetta jákvætt en við vonumst til þess að nokkur smáatriði fari að detta með honum og að hann nái að snúa þessu við.“ Hann segir að það sé góður andi í liði Stjörnunnar og að liðið ætli sér stóra hluti í úrslitakeppninni. „Við teljum okkur hafa breidd í liðinu sem gagnast vel í úrslitakeppninni. Með innkomu Arnþórs eftir áramót og þegar við fáum Marvin aftur fer sóknarleikurinn að batna enn frekar. Sjálfstraust Tómasar Heiðars er sífellt að batna og Zo er algjört tröll fyrir okkur í teignum. Við teljum að það sé ýmislegt í gangi sem gæti gert það að verkum að við náum árangri í úrslitakeppninni.“Stjarnan-Höttur 90-72 (26-14, 22-22, 23-19, 19-17)Stjarnan: Tómas Heiðar Tómasson 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 17/6 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 11, Al'lonzo Coleman 10/12 fráköst/8 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 9/7 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Óskar Þór Þorsteinsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 2.Höttur: Tobin Carberry 27/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 12/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 4/5 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Gísli Þórarinn Hallsson 2.Bein lýsing: Stjarnan - HötturTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Höttur er ásamt FSu fallið úr Domino's-deild karla en það varð ljóst eftir úrslit kvöldsins. ÍR vann öruggan sigur á Snæfelli en nýliðarnir töpuðu bæði sínum leikjum. Báðir eru með sex stig, ÍR með tólf og aðeins fjögur eftir í pottinum fyrir hvert lið. Hattarmenn voru í heimsókn hjá Stjörnunni í Garðabænum í kvöld og áttu aldrei möguleika. Höttur skoraði fyrstu stig leiksins en Stjarnan skoraði næstu tíu stig og leit aldrei um öxl. Munurinn varð mestur nítján stig í öðrum leikhluta en Hattarmenn vöknuðu þá til lífsins og leyfðu Stjörnumönnum ekki að stinga af í síðari hálfleik. Baráttan og dugnaðurinn var til staðar hjá Hetti í síðari hálfleik en skotmenn liðsins komust aldrei almennilega í gang. Tobin Carberry, hinn öflugi Bandaríkjamaður Hattar, var í strangri gæslu framan af leik og leið sóknarleikur Hattar fyrir það framan af. Al'lonzo Coleman, miðherji Stjörnunnar, hafði hægt um sig en hann lenti í villuvandræðum og skoraði níu af tíu stigum sínum í fyrsta leikhluta. Stigaskor dreifðist að öðru leyti vel á milli Stjörnumanna sem eru, ásamt Keflavík, í öðru sæti deildarinnar með 28 stig. Fyrstu fimmtán mínúturnar hjá Hetti voru það slæmar í kvöld að liðið átti aldrei möguleika. Höttur nýtti fjögur af átján skotum sínum í fyrsta leikhluta og ef fyrsta sóknin er talin frá skoraði eingöngu Tobin Carberry úr opnu spili. Stjörnumenn náðu hins vegar að loka vel á Carberry í flestum sóknaraðgerðum sínum framan af og var það nóg til að taka allan takt úr sóknarleik gestanna. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, þurfti að hraustlega til máls í sínum leikhléum til að reyna að vekja sína menn til lífsins. Það gekk upp að því marki að Hattarmenn leyfðu Stjörnumönnum ekki að keyra yfir sig í síðari hálfleik, en án þess þó að forystu heimamanna var ógnað að verulegu ráði. Stjarnan var með um 68 prósenta nýtingu í 2ja stiga skotunum sínum og nýtingin í „málningunni“ var enn betri. Liðið hefur þó skotið oft betur að utan og þá tapaði liðið nítján boltum sem er í takt við það sem Stjarnan hefur verið að gera í allan vetur. Ekkert lið hefur tapað fleiri boltum en Garðbæingar sem getur ekki verið gott veganesti fyrir lið sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Í fjarveru Coleman, auk þess sem Marvin Valdimarsson spilaði ekki í kvöld vegna meiðsla, fengu aðrir leikmenn í liði Stjörnunnar stærra hlutverk og nýttu það ágætlega. Liðsheildin var góð hjá Garðbæingum, sem og varnarleikurinn, en þeir munu vissulega fá erfiðara verkefni á vormánuðum en þeir fengu í kvöld. Þó svo að örlög Hattarmanna hafi formlega ráðist í kvöld er löngu ljóst í hvað stefndi. Liðið hefur þó minnt á sig í síðustu umferðum en það var aldrei líklegt til afreka í þessum leik.Viðar: Svo kemur þú með kjaftshögg á hina hliðina Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“Pétur Már: Of margir tapaðir boltar Pétur Már Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var ánægður með leik sinna manna í kvöld en sagði að það þyrfti að bæta ýmislegt áður en úrslitakeppnin hefst. „Við lögðum upp með að stöðva Carberry og Mirko og það plan gekk nokkuð vel upp. Carberry er þunginn í öllum þeirra aðgerðum og okkur gekk ágætlega að mæta því í kvöld,“ sagði aðstoðarþjálfarinn en bætir við að hans menn geta gert betur í sínum sóknarleik. „Við erum með meira en 70 prósent nýtingu í teignum en aðeins 28 prósent utan þriggja stiga línunnar og tapa nítján boltum. Maður hefur mestar áhyggjur af því og við þurfum að bæta það fyrir úrslitakeppninni.“ Hann segir að þjálfarnir séu að vinna í því að bæta þennan þátt en minnir á að Stjarnan hafi unnið KR í upphafi árs þrátt fyrir 27 tapaða bolta í þeim leik. „Það gerir okkur lífið erfiðara og við erum að reyna að finna leiðir til að láta boltann flæða betur. Við ætlum að leggja harðar að okkur til að ná því.“ Hann segir að það sé mikilvægt að hafa betur en Keflavík í baráttunni um 2. sæti deildarinnar en þessi lið mætast einmitt í lokaumferð deildarkeppninnar. „Það skiptir miklu máli að fara inn í úrslitakeppnina eftir nokkra sigra í röð. Heimavallarrétturinn skiptir svo gríðarlegu miklu máli, ekki síst ef við höldum honum inn í undanúrslitum. Það gæti vegið mjög þungt.“Justin: Góðir hlutir að gerast Justin Shouse segir að það sé ýmislegt til staðar hjá Stjörnunni og að liðið geti náð góðum árangri í úrslitakeppninni. Stjarnan vann nokkuð þægilegan sigur á Hetti í kvöld. „Við vildum gefa tóninn fyrir úrslitakeppnina. Við fengum hörkuleik gegn Hetti á Egilsstöðum og þeir mæta af krafti í hvern leik og berjast til enda,“ sagði Justin og hrósaði sínum mönnum. „Við náðum mörgum mönnum í gang. Arnþór var frábær í fyrri hálfleik og Tómas Heiðar líka. Það var margt gott við okkar leik og ýmislegt sem við getum byggt á.“ Hann segir að Tobin Carberry sé frábær leikmaður en eftir að Tómas Heiðar lenti í villuvandræðum fékk Justin stærra hlutverk í að gæta hans. „Loksins fékk ég tækifæri til að verjast einhverjum. Tómas Heiðar er svo góður að ég er venjulega í hjálparvörninni. Ég vildi nýta þetta tækifæri og koma mér í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það gekk vel en ég fékk líka góða hjálp.“ Al'lonzo Coleman lenti í villuvandræðum og spilaði lítið í kvöld. Justin vonast til að hann komi inn af meiri þunga í næstu verkefni. „Það var gott að aðrir leikmenn fengu fleiri mínútur í hans fjarveru. Við viljum auðvitað hafa hann með. Hann er frábær í að búa til færi fyrir okkur. Hann er einn besti stóri sendingamaður sem ég hef spilað með.“ „Það má líta á þetta jákvætt en við vonumst til þess að nokkur smáatriði fari að detta með honum og að hann nái að snúa þessu við.“ Hann segir að það sé góður andi í liði Stjörnunnar og að liðið ætli sér stóra hluti í úrslitakeppninni. „Við teljum okkur hafa breidd í liðinu sem gagnast vel í úrslitakeppninni. Með innkomu Arnþórs eftir áramót og þegar við fáum Marvin aftur fer sóknarleikurinn að batna enn frekar. Sjálfstraust Tómasar Heiðars er sífellt að batna og Zo er algjört tröll fyrir okkur í teignum. Við teljum að það sé ýmislegt í gangi sem gæti gert það að verkum að við náum árangri í úrslitakeppninni.“Stjarnan-Höttur 90-72 (26-14, 22-22, 23-19, 19-17)Stjarnan: Tómas Heiðar Tómasson 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 17/6 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 11, Al'lonzo Coleman 10/12 fráköst/8 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 9/7 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Óskar Þór Þorsteinsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 2.Höttur: Tobin Carberry 27/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 12/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 4/5 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Gísli Þórarinn Hallsson 2.Bein lýsing: Stjarnan - HötturTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira