Tugir milljarða til að ná forystu Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 07:00 Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna. Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna.
Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira