Skapvondur fíll eyðilagði 27 ökutæki Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 15:10 Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent