Gunnar: Tumenov virkar grjótharður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 12:55 Gunnar í búrinu í Las Vegas. vísir/getty „Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“ MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
„Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira