Litagleðin ræður ríkjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:45 Finnbogi segir atburði samtímans hverju sinni einatt hafa áhrif á verk hans. Fréttablaðið/Ernir Vísir/Ernir „Ég fullyrði að ég fæddist með myndlistina sem aðalatriði í lífinu. Var flinkur að teikna sem barn og skildi liti og form betur en texta,“ segir Ingibergur Finnbogi, kallaður Bogi, sem starfar hjá Samskipum og hefur gert í áratugi. Hann er 62 ára og er að sýna eigin sköpunarverk í myndlist í fyrsta skipti í Gallerý O hjá Orange project í Ármúla 4-6, þar deilir hann sal með Gunnari Gunnarssyni myndlistarmanni. Tréskúlptúrarnir hans Boga birta hinar litskrúðugustu myndir sem hann marglakkar yfir með glæru lakki svo þeir líta út eins og glerlistaverk. Fyrst kveðst hann móta mynstrin í viðarplankana, bæði með sporjárni og slípirokki, og nota margs konar liti en þó einkum tréliti af bestu gerð. „Þannig næ ég fram smáatriðunum,“ segir hann og bætir við: „Það er erfitt að búa til eitthvað nýtt, bæði í myndlist og tónlist, en ég veit ekki um neinn sem hefur notað þessa aðferð. Það er gaman að fylgjast með gestum sem koma á sýninguna því hinir sterku litir fanga strax augu þeirra.“Bogi málar öll sín myndverk á tré. Mynd úr einkasafniÍ verkum sínum túlkar hann það sem er að gerast í samtímanum hverju sinni og er honum hugleikið þá stundina. Hann kveðst hafa byrjað í Myndlista-og handíðaskólanum í kringum 1970 eins og margir aðrir en lífsbaráttan hafi tekið völdin, líka tónlist og spilerí með ballhljómsveitum á borð við Ópus. En hann lítur björtum augum til eftirlaunaáranna þegar hann getur helgað sig listinni meira. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég fullyrði að ég fæddist með myndlistina sem aðalatriði í lífinu. Var flinkur að teikna sem barn og skildi liti og form betur en texta,“ segir Ingibergur Finnbogi, kallaður Bogi, sem starfar hjá Samskipum og hefur gert í áratugi. Hann er 62 ára og er að sýna eigin sköpunarverk í myndlist í fyrsta skipti í Gallerý O hjá Orange project í Ármúla 4-6, þar deilir hann sal með Gunnari Gunnarssyni myndlistarmanni. Tréskúlptúrarnir hans Boga birta hinar litskrúðugustu myndir sem hann marglakkar yfir með glæru lakki svo þeir líta út eins og glerlistaverk. Fyrst kveðst hann móta mynstrin í viðarplankana, bæði með sporjárni og slípirokki, og nota margs konar liti en þó einkum tréliti af bestu gerð. „Þannig næ ég fram smáatriðunum,“ segir hann og bætir við: „Það er erfitt að búa til eitthvað nýtt, bæði í myndlist og tónlist, en ég veit ekki um neinn sem hefur notað þessa aðferð. Það er gaman að fylgjast með gestum sem koma á sýninguna því hinir sterku litir fanga strax augu þeirra.“Bogi málar öll sín myndverk á tré. Mynd úr einkasafniÍ verkum sínum túlkar hann það sem er að gerast í samtímanum hverju sinni og er honum hugleikið þá stundina. Hann kveðst hafa byrjað í Myndlista-og handíðaskólanum í kringum 1970 eins og margir aðrir en lífsbaráttan hafi tekið völdin, líka tónlist og spilerí með ballhljómsveitum á borð við Ópus. En hann lítur björtum augum til eftirlaunaáranna þegar hann getur helgað sig listinni meira.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira