Vill endurgreiðsluákvæði úr útlendingalögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir hælisleitendur aldrei hafa verið krafða um endurgreiðslu síðustu fimm ár. Vísisr/Ernir Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“ Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar vegna réttaraðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðuneytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaðurÞá svaraði ráðherra einnig spurningu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoðun laga um útlendinga er á lokastigum í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðherra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmannanefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra.“
Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira