Roma og Inter skildu jöfn 1-1 í stórleik dagsins i ítalska boltanum í knattspyrnu, en bæði mörkin komu í síðari hálfleik.
Staðan var markalaus í hálfleik, en í síðari hálfleik komu tvö mörk. Ivan Perisic kom Inter yfir á 53. mínútu, en sex mörkum fyrir leikslok jafnaði Radja Nainggolan metin fyrir Roma og lokatölur 1-1.
Roma er í þriðja sæti deilarinnar með 60 stig, en Inter er í fjórða sætinu með 55.
Í hinum leik dagsins skildu Empoli og Palermo jöfn, en ekkert mark var skorað í þeim leik. Empoli í tíunda sætinu með 36 stig, en Palermo í því sautjánda með 28 stig.
Nainggolan bjargaði stigi fyrir Roma
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn


