Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2016 07:02 Lewis Hamilton var í sérflokki í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. Hamilton náði sínum 50. ráspól á ferlinum. Hann er kominn í hóp með Ayrton Senna og Michael Schumacher, þriggja manna hópur sem hefur náð 50 eða fleiri ráspólum. Rosberg átti ekki svar við hraða Hamilton. Baráttan í tímatökunni varð ekki eins mikil og lagt var upp með.Fyrsta lota Með nýju fyrirkomulagi í tímatökunni er meiri pressa á ökumönnum að gera ekki mistök. Þeir hafa ekki nema sjö mínútur í fyrstu lotu til að reyna að forðast niðurskurðinn. Eftir sjö mínútur datt hægasti ökumaðurinn út á 90 sekúndna fresti. Pascal Wehrlein varð fyrsta fórnarlamb nýju tímatökunnar, liðsfélagi hans hjá Manor, Rio Haryanto. Esteban Gutierrez á Haas var næstur í röðinni og Romain Grosjean á Haas var þar á eftir. Red Bull virtist sofna á verðinum því Daniil Kvyat féll úr leik í 18. sæti, hann náði ekki að gera atlögu að bættum tíma. Sömu sögu er að segja af Felipe Nasr, hann náði ekki að klára sína tilraun til að reyna að bæta sig. Marcus Ericsson á Sauber var síðasti maðurinn til að falla úr leik í fyrstu lotu.Mönnum lá mikið á að komast út á brautina í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Í annarri lotu hafa ökumenn sex mínútur til að setja tíma sem er nógu góður til að forðast niðurskurð. Renault mennirnir Kevin Magnussen og Jolyon Palmer voru fyrstir út úr annarri lotu. McLaren menn voru næstir út. Valtteri Bottas á Williams fylgdi í kjölfar McLaren manna. Force India mennirnir voru síðastir út í annarri lotu.Þriðja lota Í þriðju lotu hafa átta fljótustu ökumennirnir tækifæri til að komast í einvígi um ráspól. Niðurskurðurinn hefst eftir fimm mínútur í þriðju lotu. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull var fyrstur út í þriðju lotu. Carlos Sainz á Toro Rosso datt út næstur og Felipe Massa þar í kjölfarið á Williams bílnum. Verstappen varð fimmti og datt út næstur á Toro Rosso bílnum. Einn fljúgandi hringur beið fjögurra efstu ökumanna en Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel ákváðu að fara ekki út á brautina og létu Mercedes mönnum eftir að útkljá ráspól. Lítið varð úr þeirri baráttu, Rosberg átti einfaldlega ekki svar og gerðist sekur um mistök.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir sem á líður.Formúlu 1 keppnistímabilið hefst í Ástralíu um helgina. Keppnin fer fram klukkan 04:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir Hver veltir Mercedes af stalli í Formúlu 1? Nýtt keppnistímabil í Formúlu 1 hefst um helgina þegar keppt verður í Ástralíu. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill vinna þriðja árið í röð en hann fær mikla samkeppni frá eigin liðsfélaga og Ferrari-mönnum. 18. mars 2016 06:00 Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni. 17. mars 2016 23:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. Hamilton náði sínum 50. ráspól á ferlinum. Hann er kominn í hóp með Ayrton Senna og Michael Schumacher, þriggja manna hópur sem hefur náð 50 eða fleiri ráspólum. Rosberg átti ekki svar við hraða Hamilton. Baráttan í tímatökunni varð ekki eins mikil og lagt var upp með.Fyrsta lota Með nýju fyrirkomulagi í tímatökunni er meiri pressa á ökumönnum að gera ekki mistök. Þeir hafa ekki nema sjö mínútur í fyrstu lotu til að reyna að forðast niðurskurðinn. Eftir sjö mínútur datt hægasti ökumaðurinn út á 90 sekúndna fresti. Pascal Wehrlein varð fyrsta fórnarlamb nýju tímatökunnar, liðsfélagi hans hjá Manor, Rio Haryanto. Esteban Gutierrez á Haas var næstur í röðinni og Romain Grosjean á Haas var þar á eftir. Red Bull virtist sofna á verðinum því Daniil Kvyat féll úr leik í 18. sæti, hann náði ekki að gera atlögu að bættum tíma. Sömu sögu er að segja af Felipe Nasr, hann náði ekki að klára sína tilraun til að reyna að bæta sig. Marcus Ericsson á Sauber var síðasti maðurinn til að falla úr leik í fyrstu lotu.Mönnum lá mikið á að komast út á brautina í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Í annarri lotu hafa ökumenn sex mínútur til að setja tíma sem er nógu góður til að forðast niðurskurð. Renault mennirnir Kevin Magnussen og Jolyon Palmer voru fyrstir út úr annarri lotu. McLaren menn voru næstir út. Valtteri Bottas á Williams fylgdi í kjölfar McLaren manna. Force India mennirnir voru síðastir út í annarri lotu.Þriðja lota Í þriðju lotu hafa átta fljótustu ökumennirnir tækifæri til að komast í einvígi um ráspól. Niðurskurðurinn hefst eftir fimm mínútur í þriðju lotu. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull var fyrstur út í þriðju lotu. Carlos Sainz á Toro Rosso datt út næstur og Felipe Massa þar í kjölfarið á Williams bílnum. Verstappen varð fimmti og datt út næstur á Toro Rosso bílnum. Einn fljúgandi hringur beið fjögurra efstu ökumanna en Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel ákváðu að fara ekki út á brautina og létu Mercedes mönnum eftir að útkljá ráspól. Lítið varð úr þeirri baráttu, Rosberg átti einfaldlega ekki svar og gerðist sekur um mistök.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem öll úrslit helgarinnar birtast og uppfærast eftir sem á líður.Formúlu 1 keppnistímabilið hefst í Ástralíu um helgina. Keppnin fer fram klukkan 04:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir Hver veltir Mercedes af stalli í Formúlu 1? Nýtt keppnistímabil í Formúlu 1 hefst um helgina þegar keppt verður í Ástralíu. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill vinna þriðja árið í röð en hann fær mikla samkeppni frá eigin liðsfélaga og Ferrari-mönnum. 18. mars 2016 06:00 Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30 Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15 Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00 Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni. 17. mars 2016 23:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hver veltir Mercedes af stalli í Formúlu 1? Nýtt keppnistímabil í Formúlu 1 hefst um helgina þegar keppt verður í Ástralíu. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill vinna þriðja árið í röð en hann fær mikla samkeppni frá eigin liðsfélaga og Ferrari-mönnum. 18. mars 2016 06:00
Hamilton og Rosberg talast varla við Sigursælustu ökuþórar síðustu tveggja ára og samherjar hjá Mercedes eru engir vinir. 18. mars 2016 06:30
Hamilton fljótastur en Rosberg endaði á varnarvegg Lewis Hamilton var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir ástralska kappaksturinn. Daniil Kvyat var annar á fyrri æfingunni á Red Bull og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 18. mars 2016 10:15
Sjáðu ítarlegan upphitunarþátt fyrir Formúlu 1 Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt það helsta sem viðkemur Formúlu 1 en nýtt keppnistímabil hefst um helgina. 18. mars 2016 11:00
Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni. 17. mars 2016 23:15