NBA: San Antonio búið að vinna fyrstu 34 heimaleiki tímabilsins | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 07:00 San Antonio Spurs hefur unnið alla heimaleiki tímabilsins eins og Golden State Warriors, Toronto vann Indiana í framlengingu, John Wall var með myndarlega þrennu, Doug McDermott er nýja stjarnan hjá Chicago Bulls og Charlotte Hornets átti endurkomu næturinnar á móti Miami Heat.Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 22 stig í 118-110 heimasigri San Antonio Spurs á Portland Trail Blazers. Spurs-liðið varð þar með aðeins annað félagið í sögu NBA til að vinna 34 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Chicago Bulls liðið frá 1995-96 á metið en liðið vann 37 fyrstu heimaleiki sína. San Antonio Spurs gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum þar sem liðið skoraði 39 stig (gegn 24) og Gregg Popovich gat því hvílt lykilmenn liðsins í lokaleikhlutanum. Popovich hrósaði Tony Parker fyrir frammistöðu sína en franski leikstjórnandinn var með 18 stig og 16 stoðsendingar í leiknum. San Antonio Spurs fylgir Golden State eftir en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og sigur í sínum riðlum. Spurs hefur unnið 58 af 68 leikjum sínum en Golden State er með 61 sigur í 67 leikjum.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 28 stig þegar Toronto Raptors vann 101-94 sigur á Indiana Pacers eftir framlengdan leik. DeRozan hefur verið að spila mjög vel en hann er með 25 stig eða meira í fimm af síðustu sex leikjum Toronto-liðsins. Bismack Biyombo var með 16 stig og 25 fráköst hjá Toronto en Paul George og George Hill voru atkvæðamestir hjá Indiana með 18 stig hvor.John Wall var með sína fjórðu þrennu á tímabilinu þegar hann leiddi Washington Wizards til 99-94 sigurs á Philadelphia 76ers. Wall endaði leikinn með 16 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann skoraði úr átta vítaskotum á síðustu 14,6 sekúndum leiksins. Wall var með þrennu annan leikinn í röð. Washington er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Ish Smith skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Nerlens Noel var með 14 stig og 16 fráköst en það kom ekki í veg fyrir sextánda tap liðsins í síðustu sautján leikjum. Al Jefferson og Kemba Walker skoruðu báðir 21 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-106 útisigur á Miami Heat. Charlotte Hornets hefur nú unnið 15 af síðustu 18 leikjum sínum en liðið lenti fimmtán stigum undir í fyrri hálfleik, 45-30, í leiknum í Miami. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Miami en þetta var í tíunda sinn sem Miami-liðið tapar leik þar sem það kemst tíu stigum eða meira yfir.Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 118-102 sigur á Brooklyn Nets en þetta var þriðji tuttugu stiga leikur McDermott í röð. Jimmy Butler bætti við 22 stigum og Bobby Portis var með 12 stig og 14 fráköst. Chicago fékk 60 stig frá bekknum og þar munaði mikið um stigin frá Doug McDermott, nýju stjörnu Chicago Bulls. Bojan Bogdanovic skoraði mest fyrir Brooklyn-liðið eða 26 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Toronto Raptors 94-101 (framlengt) Philadelphia 76ers - Washington Wizards 94-99 Miami Heat - Charlotte Hornets 106-109 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 116-98 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-102 Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 96-86 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 118-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 103-69Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
San Antonio Spurs hefur unnið alla heimaleiki tímabilsins eins og Golden State Warriors, Toronto vann Indiana í framlengingu, John Wall var með myndarlega þrennu, Doug McDermott er nýja stjarnan hjá Chicago Bulls og Charlotte Hornets átti endurkomu næturinnar á móti Miami Heat.Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 22 stig í 118-110 heimasigri San Antonio Spurs á Portland Trail Blazers. Spurs-liðið varð þar með aðeins annað félagið í sögu NBA til að vinna 34 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Chicago Bulls liðið frá 1995-96 á metið en liðið vann 37 fyrstu heimaleiki sína. San Antonio Spurs gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum þar sem liðið skoraði 39 stig (gegn 24) og Gregg Popovich gat því hvílt lykilmenn liðsins í lokaleikhlutanum. Popovich hrósaði Tony Parker fyrir frammistöðu sína en franski leikstjórnandinn var með 18 stig og 16 stoðsendingar í leiknum. San Antonio Spurs fylgir Golden State eftir en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og sigur í sínum riðlum. Spurs hefur unnið 58 af 68 leikjum sínum en Golden State er með 61 sigur í 67 leikjum.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 28 stig þegar Toronto Raptors vann 101-94 sigur á Indiana Pacers eftir framlengdan leik. DeRozan hefur verið að spila mjög vel en hann er með 25 stig eða meira í fimm af síðustu sex leikjum Toronto-liðsins. Bismack Biyombo var með 16 stig og 25 fráköst hjá Toronto en Paul George og George Hill voru atkvæðamestir hjá Indiana með 18 stig hvor.John Wall var með sína fjórðu þrennu á tímabilinu þegar hann leiddi Washington Wizards til 99-94 sigurs á Philadelphia 76ers. Wall endaði leikinn með 16 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann skoraði úr átta vítaskotum á síðustu 14,6 sekúndum leiksins. Wall var með þrennu annan leikinn í röð. Washington er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Ish Smith skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Nerlens Noel var með 14 stig og 16 fráköst en það kom ekki í veg fyrir sextánda tap liðsins í síðustu sautján leikjum. Al Jefferson og Kemba Walker skoruðu báðir 21 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-106 útisigur á Miami Heat. Charlotte Hornets hefur nú unnið 15 af síðustu 18 leikjum sínum en liðið lenti fimmtán stigum undir í fyrri hálfleik, 45-30, í leiknum í Miami. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Miami en þetta var í tíunda sinn sem Miami-liðið tapar leik þar sem það kemst tíu stigum eða meira yfir.Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 118-102 sigur á Brooklyn Nets en þetta var þriðji tuttugu stiga leikur McDermott í röð. Jimmy Butler bætti við 22 stigum og Bobby Portis var með 12 stig og 14 fráköst. Chicago fékk 60 stig frá bekknum og þar munaði mikið um stigin frá Doug McDermott, nýju stjörnu Chicago Bulls. Bojan Bogdanovic skoraði mest fyrir Brooklyn-liðið eða 26 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Toronto Raptors 94-101 (framlengt) Philadelphia 76ers - Washington Wizards 94-99 Miami Heat - Charlotte Hornets 106-109 Atlanta Hawks - Denver Nuggets 116-98 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-102 Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 96-86 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 118-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 103-69Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira