Fótbolti

Bendtner svaf yfir sig og fékk sekt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bendtner svaf aðeins of lengi.
Bendtner svaf aðeins of lengi. vísir/epa
Þýska úrvalsdeildarliðið Wolfsburg hefur sektað danska framherjann Nicklas Bendtner um 317.160 krónur fyrir að mæta of seint á æfingu.

Bendtner svaf yfir sig og mætti af þeim sökum 45 mínútum of seint á æfingu. Daninn fékk 50 evru sekt (7048 íslenskar krónur) fyrir hverja mínútu sem hann mætti seint.

„Ég heyrði ekki í vekjaraklukkunni,“ sagði Bendtner skömmustulegur í samtali við Bild. „Þetta eru mín mistök.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wolfsburg sektar Bendtner á tímabilinu. Í síðasta mánuði refsaði félagið honum fyrir birta mynd af sér við Marcedes bifreið sína en leikmenn Wolfsburg mega einungis mæta til æfinga á bílum frá aðalstyrktaraðila félagsins, Wolfswagen.

Hinn 28 ára gamli Bendtner hefur aðeins fjórum sinnum verið í byrjunarliði Wolfsburg í þýsku deildinni á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Arsenal sumarið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×