Leikurinn er í átta liða úrslitum sænska bikarsins og stefnir allt í framlengingu, en staðan þegar þetta er skrifað er 1-1.
Sjáðu draumamark Björns Daníels fyrir Vålerenga
Arnór kom sínum mönnum yfir með hreint mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann skaut boltanum viðstöðulaust í bláhornið hægra megin úr teignum eftir langa sendingu. Algjörlega frábært mark sem má sjá hér að neðan.
AIK og Hammarby eru alls engir vinir enda eru rétt tæplega 24.000 manns mættir á Vinavelli í Stokkhólmi til að fylgjast með þessum leik samborgaranna og erkifjendanna.
"Absolut världsklass!"
— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016
Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL