Það þarf að byrja upp á nýtt! Ögmundur Jónasson skrifar 15. mars 2016 07:00 Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar