Skömmu síðar kom fyrsta varan út, Gold 001, gylltur margnota augnskuggi, en hann seldist upp á mettíma. Í desember gaf hún svo út litla pallettu með fjórum litum sem hún kallaði Phantom 002, sem einnig seldist upp.
Nú hefur hún tilkynnt að þriðja varan sé væntanleg frá henni og af myndunum að dæma sem hún birti á Instagram síðu sinni, þá er líklegast að um highlighter eða svipaða húðvöru sé að ræða.
Aðdáendur McGrath ættu því að setja sig í stellingar og vera viðbúin þegar línan kemur loks í sölu á heimasíðu hennar www.patmcgrath.com til þess að ná að tryggja sér eintak.



