Flæðir yfir vegi og slitlag fýkur í burtu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 22:16 Malbik hefur fokið af við Kolgrafabrú á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm „Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær. Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
„Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær.
Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54
Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58
Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34