Davíð Þór vinnur fulla vinnu og æfir eins og atvinnumaður Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2016 19:58 Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira