Borussia Dortmund vann þægilegan sigur, 2-0, á Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Marco Reus skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og var staðan 1-0 í hálfleik.
Shinji Kagawa skoraði síðan annað mark heimamenna á 73. mínútu leiksins og innsiglaði góðan sigur Dortmund.
Dortmund er í öðru sæti deildarinnar með 61 stig, fimm stigum á eftir Bayern Munchen. Mainz er í því sjötta með 40 stig.
Dortmund vann Mainz nokkuð þægilega
Stefán Árni Pálsson skrifar
