Atletico Madrid vann öruggan sigur á Deportivo La Coruna, 3-0, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Madríd.
Saul Niguez skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu leiksins. Antoine Griezmann kom heimamönnum í 2-0 hálftíma fyrir leikslok og það var síðan Angel Correa sem innsiglaði góðan sigur á 83. mínútu.
Atletico Madrid er enn í öðru sæti deildarinnar með 67 stig, átta stigum á eftir Barcelona sem er í efsta sætinu.
