Viltu eignast metboltann hans Shouse? | Allur ágóðinn rennur til Langveikra barna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2016 19:00 Justin Shouse er stoðsendingakóngur úrvalsdeildarinnar. vísir Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32
Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00