Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 15:01 Mercedes Benz GLC. GVA Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent
Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent