Bonneau kom til Njarðvíkur í janúar í fyrra og heillaði alla með ótrúlegri frammistöðu. Hann var ein samfelld DVD-mynd af mögnuðum tilþrifum; bæði skotum og troðslum.
Þessi smái en knái Bandaríkjamaðurinn sleit hásin skömmu fyrir tímabilið og hefur ekkert verið með hingað til. Hann snýr þó aftur í kvöld í lokaumferð Dominos-deildarinnar eins og kom fram á Vísi í gær. Njarðvík heimsækir granna sína í Grindavík og hefst leikurinn klukkan 19.15.
Fyrst litli töframaðurinn snýr aftur í kvöld er ekki úr vegi að rifja upp glæsileg tilþrif hans frá því í fyrra.