Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Ritstjórn skrifar 10. mars 2016 11:15 Glamour 1. Lancôme Les Sourcils augabrúnablýantur. Þessi fær toppeinkun hjá mér. Liturinn er lítill og mjór og þannig er auðveldara að fylla í augabrúnirnar, án þess að þær verði of dökkar. Og svo er hann skrúfpenni svo það þarf ekki að ydda hann. 2. Það muna flestir eftir CK One ilinum sem var svo vinsæll á tíunda áratugnum. Nú er komin ný útgáfa, CK two sem er einnig fyrir bæði kynin. Ilmurinn er kryddaður, en samt sætur og maður verður eiginlega háður honum. Skyldueign fyrir öll pör. 3. Þessi augnskuggapenni er búinn að vera fastagestur í snyrtibuddunni síðan í haust. Ilia Silken Shadow Stick í litnum Age of Consent er fullkominn brúnn litur sem er hægt að nota sem augnskugga eða sem grunn undir augnskugga. Mitt uppáhald er að nota hann í neðri augnháralínuna. 4. Fyrir þrítugsafmælið ákvað ég að taka 30 daga meðferðina frá Bio Effect, fannst það mjög viðeigandi. Nú er ég hálfnuð með meðferðina en finn strax mun. Húðin er ekki eins þurr, hún er sléttari og fyllri. Get svo sannarlega mælt með þessu. 5. Bourjois er að verða eitt af mínum uppáhalds „drugstore“ merkjum. Þessi hyljari, Radiance Reveal, er nýja uppáhaldið. Hann er léttur en hylur samt vel. Mesti plúsinn er samt að hann gefur góðan raka og helst allan daginn.6. Mér finnst erfitt að finna gerviaugnhár sem eru eðlileg. Stök augnhár eru mitt uppáhald, en eftir að ég uppgötvaði Playing Coy frá SocialEyes þá hef ég nánast eingöngu notað þau á mig. Lengja og þykkja passlega mikið án þess að vera gervileg. 7. Þegar það er bara bjart í nokkra tíma á dag og manni finnst maður vera hálf grár í framan. Besta ráðið við því er að setja á sig smá kinnalit, mæli sérstaklega með Make Up Store kinnalitunum, þessi heitir Seashell. 8. Nýji farðinn í Les Beiges línunni frá Chanel, Healthy Glow Foundation, helst vel á húðinni, gefur fallegan ljóma og passlega þekju. Myndi segja að hann henti best blandaðri húð, og ekki mjög þurri. Nýtt uppáhald. 9. Highlighter er uppáhalds förðunarvaran mín í augnablikinu. Ég er alveg komin á Mary Louminizer lestina, en þessi snilld frá The Balm hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið. Gefur fallegan ljóma á kinnbeinin. 10. Snillingarnir hjá Feel Iceland eru komnar með enn einn gullmolann á markað, Joint Rewind fyrir liðamótin. Alíslensk vara sem inniheldur blöndu af chondroitin sulfate og collageni, sem eru uppbyggingarefnin í brjóski og liðböndum. Glamour Fegurð Mest lesið Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Vegan vörur í hárið Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour
1. Lancôme Les Sourcils augabrúnablýantur. Þessi fær toppeinkun hjá mér. Liturinn er lítill og mjór og þannig er auðveldara að fylla í augabrúnirnar, án þess að þær verði of dökkar. Og svo er hann skrúfpenni svo það þarf ekki að ydda hann. 2. Það muna flestir eftir CK One ilinum sem var svo vinsæll á tíunda áratugnum. Nú er komin ný útgáfa, CK two sem er einnig fyrir bæði kynin. Ilmurinn er kryddaður, en samt sætur og maður verður eiginlega háður honum. Skyldueign fyrir öll pör. 3. Þessi augnskuggapenni er búinn að vera fastagestur í snyrtibuddunni síðan í haust. Ilia Silken Shadow Stick í litnum Age of Consent er fullkominn brúnn litur sem er hægt að nota sem augnskugga eða sem grunn undir augnskugga. Mitt uppáhald er að nota hann í neðri augnháralínuna. 4. Fyrir þrítugsafmælið ákvað ég að taka 30 daga meðferðina frá Bio Effect, fannst það mjög viðeigandi. Nú er ég hálfnuð með meðferðina en finn strax mun. Húðin er ekki eins þurr, hún er sléttari og fyllri. Get svo sannarlega mælt með þessu. 5. Bourjois er að verða eitt af mínum uppáhalds „drugstore“ merkjum. Þessi hyljari, Radiance Reveal, er nýja uppáhaldið. Hann er léttur en hylur samt vel. Mesti plúsinn er samt að hann gefur góðan raka og helst allan daginn.6. Mér finnst erfitt að finna gerviaugnhár sem eru eðlileg. Stök augnhár eru mitt uppáhald, en eftir að ég uppgötvaði Playing Coy frá SocialEyes þá hef ég nánast eingöngu notað þau á mig. Lengja og þykkja passlega mikið án þess að vera gervileg. 7. Þegar það er bara bjart í nokkra tíma á dag og manni finnst maður vera hálf grár í framan. Besta ráðið við því er að setja á sig smá kinnalit, mæli sérstaklega með Make Up Store kinnalitunum, þessi heitir Seashell. 8. Nýji farðinn í Les Beiges línunni frá Chanel, Healthy Glow Foundation, helst vel á húðinni, gefur fallegan ljóma og passlega þekju. Myndi segja að hann henti best blandaðri húð, og ekki mjög þurri. Nýtt uppáhald. 9. Highlighter er uppáhalds förðunarvaran mín í augnablikinu. Ég er alveg komin á Mary Louminizer lestina, en þessi snilld frá The Balm hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið. Gefur fallegan ljóma á kinnbeinin. 10. Snillingarnir hjá Feel Iceland eru komnar með enn einn gullmolann á markað, Joint Rewind fyrir liðamótin. Alíslensk vara sem inniheldur blöndu af chondroitin sulfate og collageni, sem eru uppbyggingarefnin í brjóski og liðböndum.
Glamour Fegurð Mest lesið Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Vegan vörur í hárið Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour