Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:18 Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, eru á meðal flutningsmanna frumvarpsins. vísir/vilhelm Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“ Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“
Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira