Pöndur í baði og brennandi Trump Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:30 Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag. Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Frans páfi fordæmdi hryðjuverk og stöðu flóttamanna í heiminum í árlegu páskaávarpi sínu í dag. Í Mexíkó var lagður eldur að eftirmynd Donalds Trump. Birta Björnsdóttir skoðaði hvað nokkrir jarðarbúar höfðu fyrir stafni á páskasunnudag. Páfinn gerði stöðu flóttamanna í heiminum að umtalsefni í árlegu páskaávarpi sem hann flutti fyrir troðfullu Péturstorginu í Róm. „Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn. Og pólitísk ádeila var víðar þennan páskasunnudag. Í Mexíkó sáu einhverjir tilefni til að leggja eld að eftirmynd forsetaframbjóðandans umdeilda Donalds Trump. „Þetta er leið til að hefna sín á þeim sem manni finnst eiga það skilið á páskasunnudag. Að ná fram hefndum á fólki sem hefur skaðað mann eða svikið,“ sagði Miguel Angel Tinoco, íbúi í Mexíkóborg. „Í þetta sinn völdum við Donald Trump því við erum orðin langþreytt á vitleysunni sem hann lætur útúr sér. Ég vona sannarlega að hann verði ekki kjörinn forseti.“ Í þorpinu Horhausen í Þýskalandi reyndu áhugasamir með sér í páskaeggjakasti í dag. Þetta er árleg hefð þar á bæ og fer fram hvernig sem viðrar. Páskaeggjunum er síðar safnað saman og þau borðuð með bestu lyst. Nema þau sem brotna í þúsund mola. Þau eru skilin eftir fyrir fuglana. Sami sóðaskapur var hreint ekki uppi á tengingum hjá pöndunni Tian Tian sem brá sér í páskabaðið í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Pöndur baða sig víst ekki að staðaldri en samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum finnst Tian Tian gaman að leika sér í vatni á fengitímanum. Á meðan pabbi gamli baðaði sig lúrði sonur hans Bei Bei í búri sínu. Ekki fylgdi sögunni hvort þeir feðgar fengu páskaegg í ár. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nánar hvað þessir jarðarbúar höfðu fyrir stafni þennan páskasunnudag.
Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira