KR vann öruggan 4-0 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í leik liðanna í Lengjubikarnum.
Hólmbert Aron Friðjónsson, Morten Beck, Finnur Orri Margeirsson og Morten Beck Andersen skoruðu mörk KR-inga í kvöld.
ÍA missti mann af velli í lok fyrri hálfleiks, í stöðunni 1-0, þegar Ólafur Valur Valdimarsson fékk sína aðra áminningu í leiknum.
Morten Beck er nýbúinn að semja við KR-inga og lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld. Hann er bakvörður en nafni hans, Morten Beck Andersen, er sóknarmaður sem komst einnig á blað í kvöld.
KR er í þriðja sæti 3. riðils með sjö stig, jafn mörg og ÍA sem er með betra markahlutfall. Víkingur er efst með tólf stig - fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
Sjáðu helstu atvik leiksins í spilaranum hér fyrir ofan.
Báðir Morten Beck skoruðu í öruggum sigri KR | Sjáðu mörkin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn