Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. mars 2016 09:30 Karen, Stefanía og Sóley standa fyrir sundlaugarpartíi í Laugardalslaug á laugardaginn frá klukkan eitt til fjögur. Vísir/Ernir Það var fyrir tæpu ári að ungar stelpur byrjuðu að bera brjóst sín á samfélagsmiðlum þar sem þær voru búnar að fá sig fullsaddar af kynbundnu óréttlæti. Til varð #freethenipple byltingin sem átti síðar eftir að springa út og valda gífurlegri umræðu í samfélaginu og talsverðri hugarfarsbreytingu í kjölfarið. Nú um helgina á að endurtaka leikinn þar sem baráttan er hvergi nærri unnin. „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er svo mikilvægt málefni að það er aldrei hægt að minna of oft á þetta. Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir sem stendur að viðburðum í kringum frelsun geirvörtunnar í ár ásamt Stefaníu Pálsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. Alls verða þrír viðburðir tengdir #freethenipple en á laugardaginn verður sundlaugarpartí og frí bíósýning um kvöldið. „Á laugardaginn er akkúrat ár síðan byltingin átti sér stað og við ætlum að halda sundlaugarpartí í Laugardalslauginni frá klukkan eitt til fjögur. Síðan um kvöldið verður ókeypis á sýningu á kvikmyndinni Suffragette í Bíói Paradís klukkan átta. Helgina eftir, þann 2. apríl verða tónleikar á skemmtistaðnum Húrra þar sem meðal annars Sykur og Boogie Trouble koma fram.“ Frelsun geirvörtunnar er þó aðeins lítið skref í áttina að jafnrétti enda er það sýnilegasta dæmið um viðlogandi kynjamisrétti í samfélaginu. „Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur sem eru dæmdar fyrir fötin sem þær klæðast, launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur.“ Karen segir að það sé stutt síðan það þótti ekki tiltökumál að konur væru berar að ofan í sundi. „Þessi feimni við að sýna geirvörtuna er afleiðing klámvæðingarinnar. Við erum ekki að berjast fyrir því að ganga naktar út um allan bæ. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir því að kvenkyns og karlkyns geirvörturnar eru nákvæmlega þær sömu. Það að karlar geti farið í sund í sundbuxum einum klæða en konur þurfa annaðhvort að vera í sundbol eða í sundtoppi er úrelt. Konum á að líða vel í eigin líkama.“ Það sem bar hæst í fyrra var umræðan og myndbirtingarnar á Twitter þar sem hundruð stelpna frelsuðu geirvörtuna. Karen vonast til að umræðan verði aftur tekin fyrir á samfélagsmiðlum í ár. „Internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk tjáir sig en við erum að vonast til að það fari mikið fyrir þessu um helgina enda er umræðan nauðsynleg og við viljum veita konum innblástur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“ Sjálf segir Karen að hennar hlutverk sé ekki að vera andlit byltingarinnar heldur vilji hún hvetja aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að vekja athygli á málstaðnum. „Við skorum á fólk að taka þátt og setja upp fleiri viðburði til styrktar málstaðnum.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Það var fyrir tæpu ári að ungar stelpur byrjuðu að bera brjóst sín á samfélagsmiðlum þar sem þær voru búnar að fá sig fullsaddar af kynbundnu óréttlæti. Til varð #freethenipple byltingin sem átti síðar eftir að springa út og valda gífurlegri umræðu í samfélaginu og talsverðri hugarfarsbreytingu í kjölfarið. Nú um helgina á að endurtaka leikinn þar sem baráttan er hvergi nærri unnin. „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er svo mikilvægt málefni að það er aldrei hægt að minna of oft á þetta. Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir sem stendur að viðburðum í kringum frelsun geirvörtunnar í ár ásamt Stefaníu Pálsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. Alls verða þrír viðburðir tengdir #freethenipple en á laugardaginn verður sundlaugarpartí og frí bíósýning um kvöldið. „Á laugardaginn er akkúrat ár síðan byltingin átti sér stað og við ætlum að halda sundlaugarpartí í Laugardalslauginni frá klukkan eitt til fjögur. Síðan um kvöldið verður ókeypis á sýningu á kvikmyndinni Suffragette í Bíói Paradís klukkan átta. Helgina eftir, þann 2. apríl verða tónleikar á skemmtistaðnum Húrra þar sem meðal annars Sykur og Boogie Trouble koma fram.“ Frelsun geirvörtunnar er þó aðeins lítið skref í áttina að jafnrétti enda er það sýnilegasta dæmið um viðlogandi kynjamisrétti í samfélaginu. „Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur sem eru dæmdar fyrir fötin sem þær klæðast, launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur.“ Karen segir að það sé stutt síðan það þótti ekki tiltökumál að konur væru berar að ofan í sundi. „Þessi feimni við að sýna geirvörtuna er afleiðing klámvæðingarinnar. Við erum ekki að berjast fyrir því að ganga naktar út um allan bæ. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir því að kvenkyns og karlkyns geirvörturnar eru nákvæmlega þær sömu. Það að karlar geti farið í sund í sundbuxum einum klæða en konur þurfa annaðhvort að vera í sundbol eða í sundtoppi er úrelt. Konum á að líða vel í eigin líkama.“ Það sem bar hæst í fyrra var umræðan og myndbirtingarnar á Twitter þar sem hundruð stelpna frelsuðu geirvörtuna. Karen vonast til að umræðan verði aftur tekin fyrir á samfélagsmiðlum í ár. „Internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk tjáir sig en við erum að vonast til að það fari mikið fyrir þessu um helgina enda er umræðan nauðsynleg og við viljum veita konum innblástur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“ Sjálf segir Karen að hennar hlutverk sé ekki að vera andlit byltingarinnar heldur vilji hún hvetja aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að vekja athygli á málstaðnum. „Við skorum á fólk að taka þátt og setja upp fleiri viðburði til styrktar málstaðnum.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33
Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04